Erlent

Kona lét lífið þegar hún keyrði ofan í holu

Samúel Karl Ólason skrifar
Holan myndaðist á miðjum veginum og var full af vatni.
Holan myndaðist á miðjum veginum og var full af vatni. Mynd/Slökkvilið San Antonio
Ein kona lét lífið og tveir slösuðust þegar tveimur bílum var ekið ofan í holu sem myndaðist á miðjum vegi í San Antonio í Bandaríkjunum í gær. Í botni holunnar var mikið vatn en hún er talin hafa myndast vegna gats sem hafði myndast á skólpröri um helgina.

Konan sem lést starfaði fyrir fógetaembættið í Bexar sýslu og var hún 69 ára gömul.

Samkvæmt héraðsmiðlinum MySA ók 60 ára gamall maður einnig ofan í holuna. Karl og kona sem komu honum til bjargar slösuðust lítillega.

Starfsmenn slökkviliðs San Antonio áttu í erfiðleikum með að ná bílunum upp úr holunni en ekki var hægt að stöðva vatnsflæðið. Straumurinn gróf sífellt meira undan bílunum og veginum og gerði það aðstæður hættulegar fyrir þá.

Slökkviliðið birti meðfylgjandi myndband á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×