Innlent

Kólnar í veðri um páskana

Bjarki Ármannsson skrifar
Spá Veðurstofu Íslands fyrir hádegi á laugardag.
Spá Veðurstofu Íslands fyrir hádegi á laugardag. Mynd/Veðurstofa Íslands
Kalt verður í veðri um páskana, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands, eftir nokkuð gott veður víða um land undanfarna daga.

Á morgun, skírdag, verður hiti núll til fimm stig, rigning eða slydda um landið sunnanvert en slydda eða snjókoma norðan- og austantil um kvöldið.

Hiti verður um og yfir frostmarki á föstudaginn langa, él norðantil á landinu en rigning eða slydda um tíma sunnanlands. Norðaustlæg átt, átta til fimmtán metrar á sekúndu, en heldur hvassara norðvestantil síðdegis.

Um helgina verður norðanátt, él og kalt í veðri. Léttara og bjartara verður um landið sunnanvert, og hiti þar núll til fimm stig, en víða verður núll til fimm stiga frost.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×