Handbolti

Kolding enn ósigrað í Meistaradeildinni | Löwen tapaði í Slóveníu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aron
Aron vísir/getty
Danska liðið Kolding sem Aron Kristjánsson þjálfar er enn ósigrað í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en liðið gerði 30-30 jafntefli við Wisla Plock frá Póllandi í dag.

Staðan í háfleik var jöfn 14-14 en Wisla Plock náði fimm marka forystu þegar langt var liðið af seinni hálfleiknum 27-22.

Þá tók við frábær kafli hjá Kolding sem komst yfir og fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn í síðustu sókninni en náði ekki skoti á markið.

Lasse Anderson skoraði 7 mörk fyrir Kolding og Torsten Laen og Martin Per Dolk 5 mörk hvor. Valentin Ghionea og Kamil Syprzak skoruðu sex mörk hvor fyrir Wisla Plock.

Kolding er í efsta sæti B-riðils með 10 stig. Stigi meira en Barcelona sem á leik til góða. Wisla Plock er með 5 stig.

Á sama tíma lagði slóvenska liðið Celje Lasko þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen á heimavelli í C-riðli 32-28.

Heimamenn voru sterkari í leiknum og voru fimm mörkum yfir í hálfleik 16-11.

Alexander Petersson skoraði 2 mörk fyrir Löwen. Stefán Rafn Sigurmannsson leikur einnig með Löwen en skoraði ekki í leiknum. Uwe Gensheimer var markahkæstur hjá Löwen með 7  mörk.

David Miklavcic skoraði 7 mörk fyrir Lasko og Mads Mensah Larsen 6.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×