Viðskipti innlent

Kolbeinn ráðinn framkvæmdastjóri Athygli

Atli ísleifsson skrifar
Kolbeinn mun hefja störf í janúar, en hann hefur starfað sem markaðs- og kynningarstjóri Menntavísindasviðs Háskóla Íslands síðastliðin tvö ár.
Kolbeinn mun hefja störf í janúar, en hann hefur starfað sem markaðs- og kynningarstjóri Menntavísindasviðs Háskóla Íslands síðastliðin tvö ár. Mynd/Kristinn Ingvarsson
Kolbeinn Marteinsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins Athygli.

Kolbeinn mun hefja störf í janúar, en hann hefur starfað sem markaðs- og kynningarstjóri Menntavísindasviðs Háskóla Íslands síðastliðin tvö ár auk þess sem hann hefur sinnt stundakennslu við HÍ.

Í tilkynningu frá Athygli kemur fram að Kolbeinn hafi verið pólitískur aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur í iðnaðarráðuneytinu og síðar fjármála- og efnahagsráðuneytinu 2011 til 2013. Þar áður vann hann um sjö ára skeið við markaðs- og kynningarráðgjöf hjá Skaparanum markaðsstofu.

„Kolbeinn lauk MSc gráðu í almannatengslum (Public Relations) frá háskólanum í Stirling í Skotlandi árið 2004, BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2002 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 1994. Hann er kvæntur Hörpu Katrínu Gísladóttur sálfræðingi og eiga þau þrjú börn.

Athygli ehf. var stofnað árið 1989 og er í dag stærsta almannatengslafyrirtæki landsins. Starfsmenn fyrirtæksins eru 10 og fyrirtækið er með skrifstofur í Reykjavík og á Akureyri,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×