Fótbolti

Kolbeinn: Martins er leikmaður sem gerir heimskulega hluti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Atvikið þegar Martins togar Kolbein með sér í jörðina.
Atvikið þegar Martins togar Kolbein með sér í jörðina. Vísir/Valli
Kolbeinn Sigþórsson var í skýjunum að loknum 1-0 sigrinum í Amsterdam í kvöld. Framherjinn spilaði með Ajax í fjögur ár og þekkir hvert strá á Amsterdam Arena

„Þetta er fáránlegt og algjör draumur. Sérstaklega fyrir mig að geta unnið tvisvar á móti Hollendingum og hvað þá lokað þessu hér,“ sagði Kolbeinn í viðtali við Fótbolta.net. Hann vonast til þess að strákarnir geti gert sunnudaginn að frábærum degi. Eitt stig tryggir sæti Íslands á EM en okkar menn ætla að sigra.



Kolbeinn liggur eftir á vellinum eftir högg frá Martins.Vísir/Valli


Bruno Martins, varnarmanni Hollendinga, var vikið af velli eftir rúmlega hálftíma leik. Martins sló til Kolbeins og fékk réttilega rautt spjald.

„Hann náði að fara fyrir boltann og mér fannst hann rífa mig með sér niður. Ég datt með honum,“ sagði Kolbeinn

„Ég vissi að hann er þannig leikmaður að hann gerir svona heimskulega hluti. Ég var búinn að segja strákunum fyrir leikinn að láta hann ekki pirra sig. Ég vissi að svona kæmi,“ sagði Kolbeinn. Ekki hafi verið um neina gildru að ræða. Martins hafi einfaldlega hegðað sér heimskulega.



Hollendingar mótmæltu rauða spjaldinu en ágætum serbneskum dómara leiksins var ekki haggað.Vísir/Valli

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×