Íslenski boltinn

Kolbeinn genginn í raðir nýliðanna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/daníel
Kolbeinn Kárason, framherji Vals, er genginn í raðir nýliða Leiknis í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, en þetta kemur fram á fótbolti.net.

Kolbeinn er fyrsti maðurinn sem nýliðarnir bæta við sig eftir tímabilið, en Leiknir vann 1. deildina í sumar og og spilar í deild þeirra bestu í fyrsta sinn í sögu félagsins næsta sumar.

Þessi stóri og sterki framherji hefur leikið með meistaraflokki Vals síðan 2011, en hann var eitt ár í láni hjá Tindastóli í 1. deildinni.

Kolbeinn er 23 ára gamall og kom við sögu hjá Val í 19 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.


Tengdar fréttir

Viktor Bjarki hættur hjá Fram

Nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum og yfirgefur Safamýrarliðið eftir tvö ár í herbúðum þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×