MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ NÝJAST 19:53

Ný tjörn myndađist í miđbć Reykjavíkur í dag

FRÉTTIR

Kobe kvaddi međ sigri í stjörnuleiknum | Myndbönd

 
Körfubolti
07:00 15. FEBRÚAR 2016
Kobe Bryant fékk höfđinglegar móttökur í Toronto í nótt.
Kobe Bryant fékk höfđinglegar móttökur í Toronto í nótt. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Það var mikið um dýrðir í Air Canada Centre í Toronto í nótt þegar stjörnuleikur NBA-deildarinnar í körfubolta fór fram.

Að þessu sinni hafði lið Vesturdeildarinnar betur, 196-173. Aldrei hefur verið skorað jafn mikið í stjörnuleik og í nótt.

Russell Westbrook, leikmaður Oklahoma City Thunder, var valinn maður leiksins (MVP) annað árið í röð en hann hann skoraði 31 stig, tók átta fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum.

Kobe Bryant skoraði 10 stig í sínum síðasta stjörnuleik á ferlinum en hann leggur skóna sem kunnugt er á hilluna eftir tímabilið.

Paul George skoraði 41 stig fyrir lið Austurdeildarinnar og var stigahæstur allra á vellinum. John Wall kom næstur hjá Austrinu með 22 stig.


Stjörnuleikurinn í draugsýn

Westbrook var valinn mađur leiksins

Kobe fékk heiđursskiptingu undir lokin

Paul George var stigahćstur allra á vellinum
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Kobe kvaddi međ sigri í stjörnuleiknum | Myndbönd
Fara efst