Kobe Bryant áritađi skóna sína og gaf LeBron James

 
Körfubolti
14:45 11. FEBRÚAR 2016
Kobe Bryant og LeBron James.
Kobe Bryant og LeBron James. VÍSIR/GETTY

Kobe Bryant er að spila sitt síðasta tímabil í NBA-deildinni í körfubolta og er þessi mikli körfuboltakappi því að spila marga kveðjuleiki í íþróttahöllum deildarinnar.

Síðustu nótt spilaði Kobe sinn síðasta leik í Cleveland og varð þá að sætta sig við tap níu stiga á móti LeBron James og félögum í Cavaliers.

Kobe skoraði 17 stig á þeim rúmu 33 mínútum sem hann spilaði í leiknum en Bryant hitti úr 5 af 16 skotum sínum.

Strax eftir leikinn föðmuðust þeir Kobe Bryant og LeBron James á miðju vallarins á meðan tuttugu þúsund áhorfendur létu vel í sér heyra.

Samskiptum þeirra var samt alls ekki lokið því Kobe Bryant klæddi sig úr skónum þegar þeir voru komnir út úr salnum, áritaði þá og gaf LeBron James.

Báðir hafa þeir verið súperstjörnur í NBA-deildinni í langan tíma, valdir bestu leikmenn deildarinnar og unnið NBA-titilinn. LeBron James hefur mun oftar verið kosinn bestur en Kobe Bryant hefur unnið titilinn mun oftar.

Þetta voru samt ekki fyrstu körfuboltaskórnir sem Kobe Bryant gaf LeBron James því James fékk sérútgáfu af skóm Bryant þegar hann var enn í menntaskóla.

Þeir félagar mætast reyndar fljótt aftur enda eru þeir báðir í byrjunarliðunum í Stjörnuleiknum sem fer fram í Toronto seinna í þessum mánuði.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Kobe Bryant áritađi skóna sína og gaf LeBron James
Fara efst