Körfubolti

Kobe Bryant að hugsa um að taka sér frí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Vísir/Getty
Kobe Bryant er mögulega á leiðinni í frí til að hlaða batteríin en hann átti ekki góðan leik í nótt þegar Los Angeles Lakers tapaði enn einum leiknum í NBA-deildinni í nótt.

„Ég á ekki mikið val ef skrokkurinn er eins og hann er núna," sagði Kobe Bryant við fjölmiðla eftir leikinn á móti Sacramento Kings en Svarta Mamban klikkaði þá á 22 af 30 skotum sínum og tapaði að auki 9 boltum.

„Þú verður að vera klókur. Miðað við þá vinnu sem ég legg á mig til að hafa skrokkinn tilbúinn þá er varla neitt annað í boði en hvíld miðað við hvað hann er aumur núna," sagði Bryant.

Kobe Bryant ætlar að skoða stöðuna í dag en næsti leikur Lakers er á móti Golden State Warriors annað kvöld. Liðið spilar síðan Chicago Bulls á útivelli á jóladag.

Bryant er að skorað 24,6 stig á 35,2 mínútum í leik á þessu tímabili en hann er aðeins að hitta úr 37,7 prósent skota sinna. Hann hefur aldrei hitt úr minna en 40 prósent skota sinna á einu tímabili.

Bryant hefur spilað alla 27 leiki Los Angeles Lakers liðsins til þessa en liðið hefur aðeins unnið átta þeirra.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×