Fótbolti

Klopp: Borða kústskaft ef þessi saga er ekki kjaftæði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp lætur alltaf allt flakka.
Jürgen Klopp lætur alltaf allt flakka. vísir/getty
Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, er orðinn þreyttur á þrálátum orðrómi þess efnis að þýski landsliðsmiðvörðurinn Mats Hummels sé á leið frá félaginu til Manchester United fyrir 20 milljónir evra.

Hann þvertók fyrir þessar fréttir á dögunum og kallaði þær rusl, en samt sem áður halda ensk og þýsk blöð áfram að orða Hummels við United.

Klopp var spurður á ný út í orðóminn á opnum fundi á útvarpsstöð í Dortmund og sagði þar að ekkert benti til þess að hvorki Hummels né framherjinn MarcoReus væru á förum frá félaginu.

„Ef þessi frétt er ekki kjaftæði þá skal ég borða kústskaft,“ sagði hin litríki og skemmtilegi þjálfari Dortmund.

Robert Lewandowski er eina stjarnan sem Dortmund hefur missr í sumar, en hann gekk í raðir Bayern München á frjálsri sölu.

Dortmund fékk til sín ítalska framherjann CiroImmobile til að leysa Pólverjann af, en hann varð markahæstur í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð með 22 mörk í 33 leikjum fyrir Tórínó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×