Enski boltinn

Klopp: Allir sem treystu sér til tóku vítaspyrnu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Klopp þakkar hér stuðninginn eftir leik.
Klopp þakkar hér stuðninginn eftir leik. Vísir/getty
„Að sjálfsögðu er ég vonsvikinn með úrslitin. Það var margt jákvætt í leiknum þrátt fyrir úrslitin,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, svekktur í viðtölum að leik loknum í dag.

„Okkur tókst loksins að skora mark og við fengum færi til þess að skora fleiri mörk í þessum leik en okkur tókst ekki að nýta færin.“

Þýski knattspyrnustjórinn var óánægður með markið sem Liverpool fékk á sig í dag.

„Við hefðum átt að loka betur á það en við þurftum að færa okkur framar á völlinn og svara. Okkur tókst það og við spiluðum oft á köflum vel en það mun ekki breyta úrslitunum.“

Klopp vonaðist til þess að leikmenn myndu ekki dvelja lengi á tapinu.

„Við finnum allir til núna. Spurningin er bara hvernig liðið bregst við því að tapa þessum leik. Við verðum að halda áfram og berjast og við munum gera það,“ sagði Klopp sem sagði að Daniel Sturridge hefði ekki verið í standi til þess að taka vítaspyrnu.

„Hann einfaldlega gat ekki tekið vítaspyrnu eftir að hafa fengið krampa. Allir sem treystu sér til tóku vítaspyrnu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×