Klara spáði rétt fyrir um gosið: „Ég er bara næm“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. ágúst 2014 18:19 Klara Tryggvadóttir virðist hafa haft rétt fyrir sér. Klara Tryggvadóttir, frá Vestmannaeyjum, virðist hafa haft rétt fyrir sér þegar hún spáði því að gosið sem beðið hefur verið eftir myndi hefjast í dag. Klara var í viðtali á Pressunni í vikunni og þar sagði hún að hana hefði dreymt að gosið myndi hefjast í dag og nefndi þar tvær tímasetningar, klukkan 7 að morgni eða 11 að kvöldi til. Klara er sögð mjög berdreymin og segist áður hafa dreymt um náttúruhamfarir; draumar sem svo hafi orðið að veruleika. Í samtali við Vísi segir Klara að svo virðist sem að draumurinn sé að rætast, þó svo að tímasetningin hafi ekki alveg stemmt. „Já, þetta virðist ætla að hitta svona á. Tímasetningin er þó óljós, enda er ekki víst að gosið sé alveg hafið, það er erfitt að segja til um það.“En hvernig koma þessar upplýsingar til þín í draumi? „Mig dreymdi gosið og svo dreymdi mig sama fólkið aftur og aftur alla nóttina. Þannig fékk ég tímasetningarnar. Ég hef óskað þess, þegar ég fer að sofa á kvöldin, að ég fái ekki svona upplýsingar, en ég virðist alltaf vera látin vita af svona atburðum.“ Klara segir frá því að hún hafi áður spáð fyrir um upphaf gosa og náttúruhamfara. „Mig dreymdi til dæmis gosið í Eyjum á sínum tíma. Þá var ég búin að segja öllum frá því en enginn hlustaði. Til dæmis sagði afi minn alltaf við mig „hættu þessu bulli stelpa, Helgafellið sefur.“ En svo eftir gosið sagði hann: „Ég hefði betur hlustað á þig stelpuskott.““ Hún segist einnig hafa spáð fyrir um gosið í Eyjafjallajökli, Suðurlandsskjálftana báða auk fleiri náttúruhamfara. Klara segist ekki vita af hverju hún fær þessar upplýsingar til sín. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er bara næm. Ég er hvorki miðill né spákona. Þetta bara kemur til mín. Ég kæri mig ekki mikið um þessar upplýsingar. Ég myndi frekar vilja vita havða tölur koma upp í lottóinu." Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Klara Tryggvadóttir, frá Vestmannaeyjum, virðist hafa haft rétt fyrir sér þegar hún spáði því að gosið sem beðið hefur verið eftir myndi hefjast í dag. Klara var í viðtali á Pressunni í vikunni og þar sagði hún að hana hefði dreymt að gosið myndi hefjast í dag og nefndi þar tvær tímasetningar, klukkan 7 að morgni eða 11 að kvöldi til. Klara er sögð mjög berdreymin og segist áður hafa dreymt um náttúruhamfarir; draumar sem svo hafi orðið að veruleika. Í samtali við Vísi segir Klara að svo virðist sem að draumurinn sé að rætast, þó svo að tímasetningin hafi ekki alveg stemmt. „Já, þetta virðist ætla að hitta svona á. Tímasetningin er þó óljós, enda er ekki víst að gosið sé alveg hafið, það er erfitt að segja til um það.“En hvernig koma þessar upplýsingar til þín í draumi? „Mig dreymdi gosið og svo dreymdi mig sama fólkið aftur og aftur alla nóttina. Þannig fékk ég tímasetningarnar. Ég hef óskað þess, þegar ég fer að sofa á kvöldin, að ég fái ekki svona upplýsingar, en ég virðist alltaf vera látin vita af svona atburðum.“ Klara segir frá því að hún hafi áður spáð fyrir um upphaf gosa og náttúruhamfara. „Mig dreymdi til dæmis gosið í Eyjum á sínum tíma. Þá var ég búin að segja öllum frá því en enginn hlustaði. Til dæmis sagði afi minn alltaf við mig „hættu þessu bulli stelpa, Helgafellið sefur.“ En svo eftir gosið sagði hann: „Ég hefði betur hlustað á þig stelpuskott.““ Hún segist einnig hafa spáð fyrir um gosið í Eyjafjallajökli, Suðurlandsskjálftana báða auk fleiri náttúruhamfara. Klara segist ekki vita af hverju hún fær þessar upplýsingar til sín. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er bara næm. Ég er hvorki miðill né spákona. Þetta bara kemur til mín. Ég kæri mig ekki mikið um þessar upplýsingar. Ég myndi frekar vilja vita havða tölur koma upp í lottóinu."
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira