Lífið

Klæddust hvítu til að taka afstöðu gegn ofbeldi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flottir krakkar.
Flottir krakkar. vísir
Miðvikudaginn 18. maí var haldinn forvarnardagur gegn ofbeldi í Kelduskóla Vík og var hann skipulagður af nemendaráði skólans, skólastjórnendum og félagsmiðstöðinni Púgyn.

Unglingar og starfsfólk klæddust hvítu til að taka afstöðu gegn ofbeldi og var heldur betur bjart yfir matsalnum þegar nemendaráðið bauð samnemendum sínum upp á heimabakaðar vöfflur í frímínútum.

Nemendur héldu síðan í tíma hjá umsjónarkennurum sínum þar sem þeir kynntu sér reynslusögur einstaklinga sem orðið hafa fyrir heilaskaða sökum ofbeldis og afleiðingar þess á alla sem að málunum komu.

Hver bekkur tók svo umræðu um sögurnar og slæmar afleiðingar ofbeldis í allri mynd. Nemendum skólans var síðan boðið fram þar sem hverjum og einum var boðið að rita nafn sitt undir sáttmála gegn ofbeldi. Dagurinn gegn ofbeldi þótti heppnast ákaflega vel og verður haldið áfram á þeirri braut að skólasamfélagið allt berjist saman gegn ofbeldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×