Sport

Kjóstu merkustu augnablikin í sögu Ólympíuleikana

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mary Lou Retton á sláni 1984 í Los Angeles.
Mary Lou Retton á sláni 1984 í Los Angeles. vísir/getty
Ólympíuleikarnir verða settir með pomp og prakt í Ríó í Brasilíu þann 5. ágúst en þessi stærsti íþróttaviðburður heims stendur yfir í þrjár vikur.

Ísland verður með átta keppendur í fjórum greinum á Ólympíuleikunum í Ríó að þessu sinni en handboltalandsliðinu tókst ekki að vinna sér inn þátttökurétt í fyrsta sinn síðan í Sydney fyrir sextán árum síðan.

Mörg af stærstu og merkustu íþróttafrekum sögunnar litu dagsins ljós á Ólympíuleikunum eins og þegar Mary Lou Retton fékk tíu í einkunn og vann fjölþraut kvenna í fimleikum árið 1984 og hver gleymir átta gullverðlaunum Michaels Phelps í Peking árið 2008.

Nú getur þú tekið þátt í að kjósa hver eru merkustu augnablikin í sögu Ólympíuleikanna frá upphafi í alþjóðlegri könnun sem er aðgengileg hér á Vísi.

Könnunina má sjá hér að neðan en niðurstaðan verður kunngjörð á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×