Kjördæmi og ofríki meirihlutans 17. október 2012 06:00 Ein helsta grunnstoð lýðræðisins er sú regla að meirihlutinn skuli ráða úrlausn sameiginlegra mála. Þessari mikilvægu réttlætiskröfu fylgir hins vegar veruleg hætta á annars konar óréttlæti sem nefnt hefur verið „ofríki meirihlutans“. Í því felst að meirihluti kjósenda geti í krafti atkvæðavægis tekið til sín alla kökuna, í stað þess að fá sneið í réttu hlutfalli við mannfjölda, eða svipt minnihlutahópa mikilvægum réttindum. Sanngjarnt lýðræðislegt stjórnkerfi verður því að leitast við að tryggja jafnvægi milli réttinda meirihlutans og réttinda margvíslegra minnihlutahópa. Með núverandi kosningakerfi á Íslandi er reynt að stuðla að slíku jafnvægi með tvennum hætti. Annars vegar auka hlutfallskosningar milli framboðslista líkurnar á því að sjónarmið sem eru í minnihluta í þjóðfélaginu heyrist á Alþingi og ýta undir samsteypustjórnir ólíkra sjónarmiða. Hins vegar tryggja svæðisbundin kjördæmi að íbúar á öllum landsvæðum eigi sér fulltrúa á þingi og hvetja til þess að stjórnmálaflokkarnir taki í störfum sínum tillit til hagsmuna fámennra jafnt sem fjölmennra svæða. Skipting Íslands í kjördæmi hefur þó verið umdeild. Í fyrsta lagi er ójafnt vægi atkvæða af augljósum ástæðum þyrnir í augum kjósenda í fjölmennari kjördæmum. Í öðru lagi hefur órökstudd krafa um að öll kjördæmi hafi nánast jafnmarga þingmenn leitt til vægast sagt sérkennilegrar skiptingar Reykjavíkur í tvö kjördæmi og afar sundurleitra landsbyggðakjördæma. Í þriðja lagi eru reglur um úthlutun þingsæta afar flóknar og kjósendur vita í raun ekki hvaða frambjóðandi í hvaða kjördæmi hlýtur atkvæði þeirra að lokum. Í fjórða lagi hafa ýmsir talið kjördæmakerfið ýta undir áherslu á sérhagsmuni einstakra svæða á kostnað landsins í heild. Fyrstu þrjú atriðin eru í raun óháð grunnhugmynd kjördæmaskiptingar. Að baki hvers þingmanns eru að jafnaði 1,6% kjósenda og ekkert því til fyrirstöðu að misjafnlega fjölmenn kjördæmi byggi einföldum reglum um nánast jafnt vægi atkvæða, án þess flækjustigs sem einkennir bæði núverandi kosningakerfi og tillögur stjórnlagaráðs. Miðað við mannfjölda myndi einföld kjördæmaskipting landsins með jöfnu atkvæðavægi skila höfuðborgarsvæðinu 40 þingmönnum, Norðvesturkjördæmi sex þingmönnum, Norðausturkjördæmi átta þingmönnum og Suðurkjördæmi níu þingmönnum. Með því væri atkvæðavægi jafnt að fyrsta aukastaf um leið og fámennari svæðum væri tryggð hlutfallsleg rödd á Alþingi þjóðarinnar. Það er hins vegar grundvallarspurning hvort íbúar ólíkra svæða eigi sér lögmæta hagsmuni sem gæta verði á Alþingi. Sumir telja að landskjörnir þingmenn geti einfaldlega hafið sig yfir hagsmuni einstakra kjördæma og unnið að hagsmunum landsins í heild. Oft eru hagsmunir þó einfaldlega svæðisbundnir og veruleg hætta á því að landskjörnir þingmenn taki ekki tillit til hagsmuna fámennra svæða ef þeir stangast á við hagsmuni fjölmennari svæða. Þannig væri þeim landskjörna þingmanni eflaust voðinn vís sem héldi fram sjónarmiðum sem væru verulega óvinsæl á höfuðborgarsvæðinu, hvort sem beitt væri prófkjöri, persónukjöri eða uppstillingu sem höfðaði til meirihluta kjósenda. Jafnframt leiða margfeldisáhrif mannfjöldans til þess að frambjóðendur í fámennum landshlutum eiga tölfræðilega afar erfitt uppdráttar í landskjöri. Langflestir landskjörnir þingmenn yrðu því íbúar höfuðborgarsvæðisins eða a.m.k. vinaleg meinleysisgrey sem væru meirihluta kjósenda á höfuðborgarsvæðinu þóknanleg. Í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu verður spurt hvort í nýrri stjórnarskrá skuli vera ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar af landinu vegi jafnt. Að baki þeirri spurningu er hins vegar tillaga stjórnlagaráðs um uppstokkun á kosningakerfinu sem er nær alveg óháð því hvort atkvæði vegi jafnt alls staðar á landinu. Þar er lagt til að minnst 33 þingmenn verði kosnir landskjöri en að hámarki 30 þingmenn verði kosnir í allt að átta kjördæmum. Tala kjósenda á kjörskrá að baki hverju kjördæmabundnu sæti skuli þó ekki vera lægri en meðaltalið fyrir öll 63 sætin. Í þessari tillögu stjórnlagaráðs felst mikil breyting á samsetningu Alþingis umfram jöfnun atkvæðavægis. Horfið yrði frá kerfi þar sem landsbyggðakjördæmin hafa sex þingmenn umfram mannfjölda yfir í kerfi þar sem þingmenn sem sækja umboð sitt til landsbyggðanna yrðu tólf færri en jafnt atkvæðavægi segir til um. Í stað núverandi misvægis á kostnað höfuðborgarsvæðisins kæmi því meira misvægi á kostnað landsbyggðanna. Að lokinni þeirri atkvæðagreiðslu sem nú stendur fyrir dyrum er mikilvægt að leitað verði betri leiða til að tryggja að Alþingi verði áfram umræðuvettvangur fólks með ólíkar skoðanir og mismunandi hagsmuni alls staðar af landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ein helsta grunnstoð lýðræðisins er sú regla að meirihlutinn skuli ráða úrlausn sameiginlegra mála. Þessari mikilvægu réttlætiskröfu fylgir hins vegar veruleg hætta á annars konar óréttlæti sem nefnt hefur verið „ofríki meirihlutans“. Í því felst að meirihluti kjósenda geti í krafti atkvæðavægis tekið til sín alla kökuna, í stað þess að fá sneið í réttu hlutfalli við mannfjölda, eða svipt minnihlutahópa mikilvægum réttindum. Sanngjarnt lýðræðislegt stjórnkerfi verður því að leitast við að tryggja jafnvægi milli réttinda meirihlutans og réttinda margvíslegra minnihlutahópa. Með núverandi kosningakerfi á Íslandi er reynt að stuðla að slíku jafnvægi með tvennum hætti. Annars vegar auka hlutfallskosningar milli framboðslista líkurnar á því að sjónarmið sem eru í minnihluta í þjóðfélaginu heyrist á Alþingi og ýta undir samsteypustjórnir ólíkra sjónarmiða. Hins vegar tryggja svæðisbundin kjördæmi að íbúar á öllum landsvæðum eigi sér fulltrúa á þingi og hvetja til þess að stjórnmálaflokkarnir taki í störfum sínum tillit til hagsmuna fámennra jafnt sem fjölmennra svæða. Skipting Íslands í kjördæmi hefur þó verið umdeild. Í fyrsta lagi er ójafnt vægi atkvæða af augljósum ástæðum þyrnir í augum kjósenda í fjölmennari kjördæmum. Í öðru lagi hefur órökstudd krafa um að öll kjördæmi hafi nánast jafnmarga þingmenn leitt til vægast sagt sérkennilegrar skiptingar Reykjavíkur í tvö kjördæmi og afar sundurleitra landsbyggðakjördæma. Í þriðja lagi eru reglur um úthlutun þingsæta afar flóknar og kjósendur vita í raun ekki hvaða frambjóðandi í hvaða kjördæmi hlýtur atkvæði þeirra að lokum. Í fjórða lagi hafa ýmsir talið kjördæmakerfið ýta undir áherslu á sérhagsmuni einstakra svæða á kostnað landsins í heild. Fyrstu þrjú atriðin eru í raun óháð grunnhugmynd kjördæmaskiptingar. Að baki hvers þingmanns eru að jafnaði 1,6% kjósenda og ekkert því til fyrirstöðu að misjafnlega fjölmenn kjördæmi byggi einföldum reglum um nánast jafnt vægi atkvæða, án þess flækjustigs sem einkennir bæði núverandi kosningakerfi og tillögur stjórnlagaráðs. Miðað við mannfjölda myndi einföld kjördæmaskipting landsins með jöfnu atkvæðavægi skila höfuðborgarsvæðinu 40 þingmönnum, Norðvesturkjördæmi sex þingmönnum, Norðausturkjördæmi átta þingmönnum og Suðurkjördæmi níu þingmönnum. Með því væri atkvæðavægi jafnt að fyrsta aukastaf um leið og fámennari svæðum væri tryggð hlutfallsleg rödd á Alþingi þjóðarinnar. Það er hins vegar grundvallarspurning hvort íbúar ólíkra svæða eigi sér lögmæta hagsmuni sem gæta verði á Alþingi. Sumir telja að landskjörnir þingmenn geti einfaldlega hafið sig yfir hagsmuni einstakra kjördæma og unnið að hagsmunum landsins í heild. Oft eru hagsmunir þó einfaldlega svæðisbundnir og veruleg hætta á því að landskjörnir þingmenn taki ekki tillit til hagsmuna fámennra svæða ef þeir stangast á við hagsmuni fjölmennari svæða. Þannig væri þeim landskjörna þingmanni eflaust voðinn vís sem héldi fram sjónarmiðum sem væru verulega óvinsæl á höfuðborgarsvæðinu, hvort sem beitt væri prófkjöri, persónukjöri eða uppstillingu sem höfðaði til meirihluta kjósenda. Jafnframt leiða margfeldisáhrif mannfjöldans til þess að frambjóðendur í fámennum landshlutum eiga tölfræðilega afar erfitt uppdráttar í landskjöri. Langflestir landskjörnir þingmenn yrðu því íbúar höfuðborgarsvæðisins eða a.m.k. vinaleg meinleysisgrey sem væru meirihluta kjósenda á höfuðborgarsvæðinu þóknanleg. Í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu verður spurt hvort í nýrri stjórnarskrá skuli vera ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar af landinu vegi jafnt. Að baki þeirri spurningu er hins vegar tillaga stjórnlagaráðs um uppstokkun á kosningakerfinu sem er nær alveg óháð því hvort atkvæði vegi jafnt alls staðar á landinu. Þar er lagt til að minnst 33 þingmenn verði kosnir landskjöri en að hámarki 30 þingmenn verði kosnir í allt að átta kjördæmum. Tala kjósenda á kjörskrá að baki hverju kjördæmabundnu sæti skuli þó ekki vera lægri en meðaltalið fyrir öll 63 sætin. Í þessari tillögu stjórnlagaráðs felst mikil breyting á samsetningu Alþingis umfram jöfnun atkvæðavægis. Horfið yrði frá kerfi þar sem landsbyggðakjördæmin hafa sex þingmenn umfram mannfjölda yfir í kerfi þar sem þingmenn sem sækja umboð sitt til landsbyggðanna yrðu tólf færri en jafnt atkvæðavægi segir til um. Í stað núverandi misvægis á kostnað höfuðborgarsvæðisins kæmi því meira misvægi á kostnað landsbyggðanna. Að lokinni þeirri atkvæðagreiðslu sem nú stendur fyrir dyrum er mikilvægt að leitað verði betri leiða til að tryggja að Alþingi verði áfram umræðuvettvangur fólks með ólíkar skoðanir og mismunandi hagsmuni alls staðar af landinu.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar