FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 16:01

Nauđgađi 17 ára samstarfskonu sinni á árshátíđ vinnunnar

FRÉTTIR

Kjarasamningar tónlistarkennara hafa veriđ lausir í eitt ár

 
Viđskipti innlent
13:52 28. OKTÓBER 2016
Úr kröfugöngu tónlistarkennara fyrir tćpu ári.
Úr kröfugöngu tónlistarkennara fyrir tćpu ári. VÍSIR/ERNIR

Stjórn Kennarasambands Íslands hefur lýst yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er í kjaradeilu Félags kennara og stjórnenda tónlistarskóla (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Kjarasamningar tónlistarskólakennara hafa nú verið lausir í tæpt ár, eða frá 1. nóvember 2015.

Í ályktun frá stjórn KÍ segir að staða tónlistarskólakennara sé með þeim hætti að nýliðun sé lítil sem engin innan stéttarinnar og afstaða sveitarfélaganna farin að hafa áhrif á starfsánægju tónlistarskólakennara í starfi.

„Sú hugmynd að allar skólagerðir vinni saman gengur ekki upp ef mismunun í kjörum kennarahópanna heldur áfram. Stjórn KÍ krefst þess að gengið verði strax til samninga við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og laun þeirra leiðrétt í samræmi við laun annarra kennara í landinu,“ segir í ályktuninni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Kjarasamningar tónlistarkennara hafa veriđ lausir í eitt ár
Fara efst