Erlent

Kirkjuteppið í regnbogalitum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Þeir sem ganga inn eftir kirkjugólfinu í St. Nicolai-kirkju í Örebro í Svíþjóð þessa dagana ganga á renningi með litum regnbogans. Til stóð að hafa renninginn á kirkjugólfinu þegar gleðiganga fer fram í Örebro í ágúst næstkomandi en ákveðið var að leggja renninginn á gólfið þegar um hvítasunnu.

Á vef Aftonbladet er haft eftir sóknarprestinum, Anders Lennartsson, að lögð sé áhersla á að kirkjan sé opin fyrir alla og þess vegna hafi hún tekið þátt í gleðigöngunni frá því að hún hófst. Sóknarpresturinn veltir því nú fyrir sér hvort það geti ekki verið áhrifaríkt að halda á renningnum, sem er 24 metra langur, í gleðigöngunni í ágúst.

Renningurinn átti aðeins að vera á gólfinu í eina viku núna í maí en þar sem viðbrögðin hafa verið svo jákvæð var ákveðið að hafa hann lengur. Renningar með litum regnbogans eru í fleiri kirkjum í Svíþjóð, að því er Aftonbladet greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×