Erlent

Kínverjar út í geim

Kínverjar hafa ákveðið að senda mannað geimfar út í geim í þessum mánuði. Það yrði í fjórða sinn sem Kínverjar skjóta upp mönnuðu geimfari síðan árið 2008.

Áætlað er að þrír geimfarar verði um borð Í Shenzhou níu, þar á meðal ein kona, og er ferðinni heitið til geimvísindastöðvarinnar Taingong eitt.

Geimfararnir leggja í hann frá norðvesturhluta landsins og munu gera vísindalegar tilraunir um borð í geimvísindastöðinni, sem Kínverjar áætla að fullklára fyrir árið 2020.

Umfjöllun BBC um málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×