Handbolti

Kiel glutraði niður sjö marka forskoti

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Alfreð Gíslason þungur á brún í leik Kiel á dögunum.
Alfreð Gíslason þungur á brún í leik Kiel á dögunum. Vísir/Getty
Kiel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar glutraði niður sjö marka forskoti á lokamínútunum í 24-24 jafntefli gegn Wisla Plock á heimavelli í A-riðli Meistaradeildarinnar í dag.

Kiel var mun sterkari aðilinn framan af og náði snemma leiks sex marka forskoti í stöðunni 10-4 en þýska liðið hélt þessu sex marka forskoti í hálfleik 15-9.

Lærisveinar Alfreðs virtust hafa gert út um leikinn er þeir náðu sjö marka forskoti í stöðunni 22-15 en góður 9-2 lokakafli pólska liðsins bjargaði stigi.

Domagoj Duvnjak var atkvæðamestur í liði Kiel með sjö mörk en landi hans frá Króatíu, Lovro Mihic, var markahæstur í liði Wisla með sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×