Handbolti

Kiel fór á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð og félagar hafa unnið fimm af sex deildarleikjum sínum í vetur.
Alfreð og félagar hafa unnið fimm af sex deildarleikjum sínum í vetur. vísir/getty
Kiel skaust á topp þýsku deildarinnar í handbolta með 26-23 sigri á Balingen-Weilstetten í kvöld.

Þetta var fjórði sigur Kiel í röð en liðið er með 10 stig á toppnum, jafn mörg og Flensburg sem á leik til góða.

Akureyringarnir Alfreð Gíslason og Rúnar Sigtryggsson þjálfa lið Kiel og Balingen. Gengi þeirra í vetur hefur verið ólíkt en Balingen er á botni deildarinnar með einungis eitt stig.

Kiel var með undirtökin í leik kvöldsins en tókst ekki að slíta sig almennilega frá gestunum. Lærisveinar Alfreðs höfðu þó þriggja marka sigur á endanum.

Austurríska ungstirnið Nikola Bylik heldur áfram að gera góða hluti í búningi Kiel og hann skoraði sex mörk í kvöld. Lukas Nilsson kom næstur með fimm mörk. Jannik Hausmann skoraði fjögur mörk fyrir Balingen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×