FÖSTUDAGUR 24. MARS NŻJAST 14:00

Get gert fullt af hlutum miklu betur

SPORT

Keown lżsir Terry ķ žremur oršum: „Adams var betri“

 
Enski boltinn
08:45 01. FEBRŚAR 2016
John Terry į ekki marga leiki eftir fyrir Chelsea.
John Terry į ekki marga leiki eftir fyrir Chelsea. VĶSIR/GETTY

John Terry, fyrirliði Chelsea, er að spila sína síðustu leiki fyrir Lundúnarliðið, en hann tilkynnti í gær að hann mun yfirgefa Chelsea eftir tímabilið.

Terry, sem er 35 ára, hefur verið á mála hjá Chelsea í 21 ár og unnið á þeim tíma ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, enska bikarinn fimm sinnum, meistaradeildina einu sinni og Evrópudeildina einu sinni.

Þessi öflugi miðvörður var varnarmaður ársins í Evrópu 2005, 2008 og 2009 og í liði ársins í Evrópu 2005, 2007, 2008 og 2009.

Þrír fyrrverandi enskir landsliðsmenn; Jamie Redknapp, Jamie Carragher og Martin Keown, voru beðnir um að gefa sitt álit á þessum fréttum fyrir vefsíðu Daily Mail.

„Þetta eru stór mistök því hann getur enn staðið sig vel fyrir Chelsea. Svo virðist sem félagið fari ekki vel með eldri leikmenn. Cech, Lampard og Drogba eru farnir og nú Terry. Þetta er hryggjarstykkið í meistaraliðunum þeirra,“ sagði Redknapp og Carragher var sammála.

„Ég er í áfalli. Hann er besti miðvörður Chelsea. Hvers vegna eru þeir að leyfa þessu að gerast? Þetta verður eins og fyrir Manchester United að finna arftaka Roy Keane.“

Keown er ekki á sama máli: „Ég hef aldrei verið hans helsti stuðningsmaður. Chelea þarf að breyta til og koma inn með ferskt blóð. Ég hef aldrei unnið með honum, en mér hefði aldrei liðið fullkomlega vel með hann sem samherja,“ sagði fyrrverandi miðvörður Arsenal.

Aðspurðir hvort hann gæti áfram staðið sig í Liverpool sagðist Carragher vilja sjá hann í Liverpool og Redknapp taldi hann geta staðið sig mjög vel fyrir bæði Arsenal og Manchester City.

Þremenningarnir voru á endanum beðnir um að lýsa John Terry í þremur orðum:

Jamie Redknapp: „Besti miðvörður sögunnar“ (í úrvalsdeildinni)
Jamie Carragher: „Sá allra besti“
Martin Keown: „Adams var betri“


Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Sport
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Keown lżsir Terry ķ žremur oršum: „Adams var betri“
Fara efst