Enski boltinn

Kemur Robbie Keane aftur í enska boltann?

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Keane skorar eitt af mörkunum sínum 19 á tímabilinu
Keane skorar eitt af mörkunum sínum 19 á tímabilinu vísir/getty
Írski framherjinn Robbie Keane er orðaður við enska úrvalsdeildarliðið QPR en Írinn var á dögunum vallinn besti leikmaður bandarísku atvinnumannadeildarinnar MLS árið 2014.

Keane var lykilmaður hjá Los Angeles Galaxy sem varð bandarískur meistari á dögunum en liðið hefur unnið þrjá titla þau þrjú og hálfa keppnistímabil sem hann hefur leikið með liðinu.

Keane er 34 ára gamall og er spurning hvort hann vilji reyna fyrir sér aftur í ensku úrvalsdeildinni en QPR er í 16. sæti deildarinnar í harðri fallbaráttu.

Charlie Austin hefur skoraði 12 mörk fyrir QPR en hinir framherjarnir þrír hafa aðeins skoraði tvö mörk samtals og vill Harry Redknapp auka breiddina og gæðin í sóknarleiknum.

QPR er einnig orðað við Jermain Defoe sem leikur með Toronto í MLS en hann skoraði 11 mörk fyrir félagið á nýloknu keppnistímabilinu en ekkert þeirra kom í 18 síðustu leikjum liðsins.

Keane hefur skorað 53 mörk í 84 leikjum fyrir LA Galaxy en hann skoraði 19 mörk í 29 leikjum á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×