Sport

Kemur ekki til greina að breyta inngöngulaginu | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson í Stokkhólmi skrifar
„Er Gunni ekki grjóthart,“ segir Gunnar Nelson þegar hann er spurður um hvort hann hafi íhugað að breyta viðurnefni sínu í UFC.

Þar notar hann einfaldlega viðurnefnið Gunni á meðan margir nota ýmislegt skrautlegt eins og andstæðingur hans á morgun, Rick Story. Hann er Rick The Horror Story.

Gunnar hefur hingað til labbað í hringinn undir lagi Hjálma, Leiðin okkar allra, og það stendur ekki til að breyta því.

„Þetta lag er komið til að vera. Þetta lag er orðinn hluti af þessu dæmi fyrir mér og mig langar að halda í það. Nú verður spilað meira af laginu sem er fínt. Fólk er að fíla þetta," segir Gunnar léttur en hann fær lengri inngöngu á morgun þar sem hann er að keppa í aðalbardaga kvöldsins.

Björn Guðgeir Sigurðsson klippti myndbandið skemmtilega sem fylgir fréttinni.

Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér.

MMA

Tengdar fréttir

Story er svefnlaus í Stokkhólmi

Maður hefur séð hressari menn en Bandaríkjamanninn Rick Story á fjölmiðladeginum í Stokkhólmi í gær. Það átti sér þó skýringar.

Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson

Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story.

Story: Ætla að láta reyna á þol Gunnars

Bandaríkjamaðurinn Rick Story er fullviss um að hann muni gera Gunnari Nelson lífið leitt er þeir mætast í búrinu í Stokkhólmi á laugardag.

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story

Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×