Lífið

Kaupmaður á Akureyri sendi Loga með gjöf til Guðna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðni alsæll með bindin þrjú sem hann fékk send frá Akureyri.
Guðni alsæll með bindin þrjú sem hann fékk send frá Akureyri. vísir/ernir
„Það er nú gjarnan þannig þegar við landsbyggðarkrakkarnir komum til Reykjavíkur þá erum við beðin fyrir sendingar og Ragnar Sverrisson kaupmaður bað mig að færa honum þrjú bindi,“ sagði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, í dag eftir fund hans með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta.

Það vakti athygli að Logi kom færandi hendi á fund forseta og tók Guðni pakkann upp fyrir framan ljósmyndara og myndatökumenn í fundarherberginu á Staðastað, skrifstofu forsetaembættisins, þar sem hann fundaði með formönnum stjórnmálaflokkanna í dag.

Aðspurður hvort að forsetinn hafi tekið gjöfinni fagnandi sagði Logi:

„Já, það sýndist mér enda voru þetta falleg bindi og úr silki.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×