Enski boltinn

Kaupin á Schneiderlin frágengin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Schneiderlin fékk lítið að spila hjá José Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United.
Schneiderlin fékk lítið að spila hjá José Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United. vísir/getty
Everton hefur gengið frá kaupunum á franska miðjumanninum Morgan Schneiderlin frá Manchester United.

Everton borgaði 20 milljónir punda fyrir Schneiderlin en sú upphæð gæti hækkað um fjórar milljónir punda. Hann skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við Everton.

Hjá Everton endurnýjar Schneiderlin kynnin við knattspyrnustjórann Ronald Koeman en þeir unnu saman hjá Southampton tímabilið 2014-15.

Man Utd keypti Schneiderlin sumarið 2015. Hann var fastamaður í liðinu á síðasta tímabili en fékk fá tækifæri hjá José Mourinho í vetur.

Schneiderlin gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Everton þegar liðið tekur á móti Manchester City á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×