Kauphallardagurinn í HR haldinn í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2013 13:27 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR. Kauphöllin og Háskóli Reykjavíkur munu næstkomandi laugardag halda Kauphallardaginn í HR í fyrsta sinn. Um er að ræða fræðsludag um málefni tengd fjármálum og sparnaði almennings ásamt skemmtun fyrir fjölskylduna, eins og segir í tilkynningu frá NASDAQ OMX og HR. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur daginn með því að hringja inn Kauphallardaginn í HR. Tólf mismunandi örnámskeið verða í boði, sem fjalla um markaðinn í sinni víðustu mynd. Hvernig fyrirtæki verður til, hvers vegna það fer á markað, um fjárfestingar á markaði, áhættu og mögulegan ávinning og hvernig þær geta haft áhrif á sparnað almennings. Einnig munu verða kynnt mismunandi sparnaðarform fyrir ólíka aldurshópa ásamt því að hugtökin atferlisfjármál og fjármálalæsi verða skoðuð. „Í könnun sem gerð var á meðal 1200 kvenna í tengslum við verkefnið Fjölbreytni á markaði sl. vor kom í ljós yfirgnæfandi áhugi á því að kynna sér betur hvernig markaðurinn virkar til þess að geta tekið upplýstar og sjálfstæðar ákvarðanir um eigin fjárhag og fá betri yfirsýn um hvernig hægt væri að hafa áhrif á þróun sparnaðar m.t.t. áhættu og ávinnings.“, sagði Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland í tilkynningunni. „Fjöldamörg námskeið hafa verið haldin fyrir almenning í kjölfar þessa verkefnis sem hafa verið vel sótt af báðum kynjum. Við vonumst til að Kauphallardagurinn í HR verði vel sóttur af almenningi, bæði af þeim sem fjárfesta sjálfir á markaði og þeim sem láta nægja að greiða í lífeyrissjóðinn sinn. Þeim mun meiri þekking sem er á markaðnum á meðal okkar, þeim mun meira aðhald verður honum veitt,“ segir Páll. „Eitt af lykilhlutverkum okkar í HR er að miðla þekkingu til að auka lífsgæði einstaklinga og efla samkeppnishæfni hér á landi. Þekking á fjármálum er mikilvægur þáttur í lífsgæðum og því er afskaplega ánægjulegt að halda fyrsta Kauphallardaginn í HR. Þar gefst fólki tækifæri til að fræðast um alla helstu þætti fjármála, hvort sem verið er að taka fyrstu skref í sparnaði með íbúðarkaup í huga eða fjárfesta í hlutabréfum á markaði," segir Ari Kristinn Jónsson rektor HR. Dagskráin stendur yfir frá eitt til fjögur á laugardaginn og hægt er að sjá dagskrána hér. Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Sjá meira
Kauphöllin og Háskóli Reykjavíkur munu næstkomandi laugardag halda Kauphallardaginn í HR í fyrsta sinn. Um er að ræða fræðsludag um málefni tengd fjármálum og sparnaði almennings ásamt skemmtun fyrir fjölskylduna, eins og segir í tilkynningu frá NASDAQ OMX og HR. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur daginn með því að hringja inn Kauphallardaginn í HR. Tólf mismunandi örnámskeið verða í boði, sem fjalla um markaðinn í sinni víðustu mynd. Hvernig fyrirtæki verður til, hvers vegna það fer á markað, um fjárfestingar á markaði, áhættu og mögulegan ávinning og hvernig þær geta haft áhrif á sparnað almennings. Einnig munu verða kynnt mismunandi sparnaðarform fyrir ólíka aldurshópa ásamt því að hugtökin atferlisfjármál og fjármálalæsi verða skoðuð. „Í könnun sem gerð var á meðal 1200 kvenna í tengslum við verkefnið Fjölbreytni á markaði sl. vor kom í ljós yfirgnæfandi áhugi á því að kynna sér betur hvernig markaðurinn virkar til þess að geta tekið upplýstar og sjálfstæðar ákvarðanir um eigin fjárhag og fá betri yfirsýn um hvernig hægt væri að hafa áhrif á þróun sparnaðar m.t.t. áhættu og ávinnings.“, sagði Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland í tilkynningunni. „Fjöldamörg námskeið hafa verið haldin fyrir almenning í kjölfar þessa verkefnis sem hafa verið vel sótt af báðum kynjum. Við vonumst til að Kauphallardagurinn í HR verði vel sóttur af almenningi, bæði af þeim sem fjárfesta sjálfir á markaði og þeim sem láta nægja að greiða í lífeyrissjóðinn sinn. Þeim mun meiri þekking sem er á markaðnum á meðal okkar, þeim mun meira aðhald verður honum veitt,“ segir Páll. „Eitt af lykilhlutverkum okkar í HR er að miðla þekkingu til að auka lífsgæði einstaklinga og efla samkeppnishæfni hér á landi. Þekking á fjármálum er mikilvægur þáttur í lífsgæðum og því er afskaplega ánægjulegt að halda fyrsta Kauphallardaginn í HR. Þar gefst fólki tækifæri til að fræðast um alla helstu þætti fjármála, hvort sem verið er að taka fyrstu skref í sparnaði með íbúðarkaup í huga eða fjárfesta í hlutabréfum á markaði," segir Ari Kristinn Jónsson rektor HR. Dagskráin stendur yfir frá eitt til fjögur á laugardaginn og hægt er að sjá dagskrána hér.
Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Sjá meira