Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð 1. júlí 2010 16:16 Kona Ara þurfti að fá stífkrampasprautu eftir að kötturinn réðist á hana. „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt," segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. Það var þó núna í nótt þegar köttur réðist á konu hans og klóraði hana svo hún þurfti að leita til læknis. Hann spyr sig hvort reglugerðir um kattahald séu ekki til og biðlar til kattaeiganda í hverfinu að halda köttum sínum inni á næturnar.Búinn að míga og skíta í gluggakistuna „Það var í nótt þegar enn einn kötturinn kemur inn og frúin fer á fætur. Þegar hann sér hana hleypur hann að næsta glugga sem er lokaður. Hún labbar þá að honum og ætlar að hleypa honum út en þá tryllist hann og stekkur á hana," segir Ari en kona hans er komin rúmlega níu mánuði á leið. „Ég kem svo fram og þá hleypur hann út. Þegar ég lít í gluggakistuna er hann búinn að míga og skíta hana alla út." Kötturinn klóraði og beit eiginkonu hans það illa að hún þurfti að fara til læknis. „Hún fékk sýkingu í puttann og puttinn er fjórfaldur, hún þurfti að fá sýklalyf og stífkrampasprautu," segir Ari. „Það er verra að vera bitinn af ketti en hundi því það er meiri hætta á sýkingu. Það er sérstaklega hættulegt ef hún er ólétt, ef svona gerist fyrr á meðgöngunni getur það haf mjög skaðleg áhrif á fóstur."Enginn segir neitt þegar kettir eiga í hlut Hann segist hafa spurt sig að því hver munurinn sé á að eiga ketti og hunda. „Ef að hundur bítur eða glefsar í einhvern þá er honum lógað eftir korter. Þú mátt alls ekki hafa lausan hund því þá er löggan komin strax. En ef þú átt kött eða ketti þá mega þeir hlaupa, skíta og míga um allt og enginn segir neitt. Er engin reglugerð um kattahald eða slíkt? Þetta er mjög undarlegt mál og það eru allir hér á Kársnesinu komnir með kött." Ari á tvo hunda sjálfur sem hann læsir inn í herbergi á næturnar af virðingu við nágranna sína. „Svo þeir séu ekki á vappi allar nætur og gelta ef þeir sjá hreyfingu," segir Ari sem kveðst ekki vera vinsæll nágranni ef þeir væru geltandi allar nætur. „Þetta er bara mál sem þarf að spá betur í, kattahald almennt, fólk getur ekki keypt sér ketti og læst síðan öllu á nóttunni."„Mér er bara alls ekki sama" Ari segist kvíða næstu vikum og mánuði því nú sé hann að fara eignast barn á næstu dögum. „Núna er ég að fara eignast ungabarn, það er í vagni úti og í vöggu inni, hvað veit ég nema kettirnir séu að sækja í vagninn og liggja ofan á kerrunni? Mér er bara alls ekki sama." Hann segir Kársnesið besta stað í heimi, fyrir utan kettina. „Fólk hlýtur að geta hugsað um þessa ketti sína. Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt, setja klór og edik og allan pakkann en það virkar ekkert. Ef milljón kettir eru að berjast um sama fermetrinn er þetta orðið eins og villta vestrið," segir Ari sem segist þurfa að loka öllum gluggum á næturnar en síðustu nótt hafi einn gluggi gleymst opinn. „Ef maður getur ekki lengur sofið með opna glugga þá er þetta orðið svolítið hart finnst mér." Ari hafði samband við Kópavogsbæ sem bentu honum á að tala við heilbrigðiseftirlitið. „Þar fékk ég bara þau svör að þetta væri í höndum bæjaryfirvalda," segir Ari að lokum og bætir við að hann ætli að tala við nýjan meirihluta í bænum. Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
„Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt," segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. Það var þó núna í nótt þegar köttur réðist á konu hans og klóraði hana svo hún þurfti að leita til læknis. Hann spyr sig hvort reglugerðir um kattahald séu ekki til og biðlar til kattaeiganda í hverfinu að halda köttum sínum inni á næturnar.Búinn að míga og skíta í gluggakistuna „Það var í nótt þegar enn einn kötturinn kemur inn og frúin fer á fætur. Þegar hann sér hana hleypur hann að næsta glugga sem er lokaður. Hún labbar þá að honum og ætlar að hleypa honum út en þá tryllist hann og stekkur á hana," segir Ari en kona hans er komin rúmlega níu mánuði á leið. „Ég kem svo fram og þá hleypur hann út. Þegar ég lít í gluggakistuna er hann búinn að míga og skíta hana alla út." Kötturinn klóraði og beit eiginkonu hans það illa að hún þurfti að fara til læknis. „Hún fékk sýkingu í puttann og puttinn er fjórfaldur, hún þurfti að fá sýklalyf og stífkrampasprautu," segir Ari. „Það er verra að vera bitinn af ketti en hundi því það er meiri hætta á sýkingu. Það er sérstaklega hættulegt ef hún er ólétt, ef svona gerist fyrr á meðgöngunni getur það haf mjög skaðleg áhrif á fóstur."Enginn segir neitt þegar kettir eiga í hlut Hann segist hafa spurt sig að því hver munurinn sé á að eiga ketti og hunda. „Ef að hundur bítur eða glefsar í einhvern þá er honum lógað eftir korter. Þú mátt alls ekki hafa lausan hund því þá er löggan komin strax. En ef þú átt kött eða ketti þá mega þeir hlaupa, skíta og míga um allt og enginn segir neitt. Er engin reglugerð um kattahald eða slíkt? Þetta er mjög undarlegt mál og það eru allir hér á Kársnesinu komnir með kött." Ari á tvo hunda sjálfur sem hann læsir inn í herbergi á næturnar af virðingu við nágranna sína. „Svo þeir séu ekki á vappi allar nætur og gelta ef þeir sjá hreyfingu," segir Ari sem kveðst ekki vera vinsæll nágranni ef þeir væru geltandi allar nætur. „Þetta er bara mál sem þarf að spá betur í, kattahald almennt, fólk getur ekki keypt sér ketti og læst síðan öllu á nóttunni."„Mér er bara alls ekki sama" Ari segist kvíða næstu vikum og mánuði því nú sé hann að fara eignast barn á næstu dögum. „Núna er ég að fara eignast ungabarn, það er í vagni úti og í vöggu inni, hvað veit ég nema kettirnir séu að sækja í vagninn og liggja ofan á kerrunni? Mér er bara alls ekki sama." Hann segir Kársnesið besta stað í heimi, fyrir utan kettina. „Fólk hlýtur að geta hugsað um þessa ketti sína. Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt, setja klór og edik og allan pakkann en það virkar ekkert. Ef milljón kettir eru að berjast um sama fermetrinn er þetta orðið eins og villta vestrið," segir Ari sem segist þurfa að loka öllum gluggum á næturnar en síðustu nótt hafi einn gluggi gleymst opinn. „Ef maður getur ekki lengur sofið með opna glugga þá er þetta orðið svolítið hart finnst mér." Ari hafði samband við Kópavogsbæ sem bentu honum á að tala við heilbrigðiseftirlitið. „Þar fékk ég bara þau svör að þetta væri í höndum bæjaryfirvalda," segir Ari að lokum og bætir við að hann ætli að tala við nýjan meirihluta í bænum.
Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira