Innlent

Katrín vongóð um myndun fjögurra flokka umbótastjórnar

Anton Egilsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna,  mætti og greiddi atkvæði sitt í Hagaskóla klukkan ellefu í dag. Hún sagði að stressið væri ekki lengur til staðar og sagðist vongóð um að hægt væri að mynda fjögurra flokka umbótastjórn.

„Ég er alltaf dálítið glöð á kjördegi. Þá er kominn þessi dagur sem fólk getur virkilega haft áhrif á samfélagið svo fyrir mér er þetta alltaf hátíðisdagur“ sagði Katrín spurð að því hvernig líðanin væri nú þegar kjördagur væri runninn upp.

Stressið hverfur á kjördag

„Því lýkur þegar maður vaknar upp á kjördag. Nú tekur maður bara því sem kemur upp úr kössunum og sér hvað tekur við.

Aðspurð um hvort hún væri bjartsýn á að hægt væri að mynda fjögurra flokka umbótastjórn svaraði hún játandi.

„Já, ég ætla að vera það og vona innilega að það geti orðið.“

Kosningavakt Vísir fylgist grannt með gangi mála alla helgina og greinir frá tíðindum um leið og þau berast. Vaktina má finna hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×