Innlent

Katrín Júlíusdóttir nýr varaformaður

Katrín Júlíusdóttir er nýr varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hafði betur en Oddný G. Harðardóttir í kosningu sem fór fram á landsfundi Samfylkingarinnar í dag.

Katrín hlaut 308 atkvæði af 524 greiddum, eða 58,7%, en Oddný hlaut 214. Tveir seðlar voru auðir.

Árni Páll Árnason var lýstur formaður á fundinum í dag, eftir allsherjaratkvæðagreiðslu sem fram fór í aðdraganda fundarins.

Þau Árni Páll og Katrín eiga það sameiginlegt að vera bæði Kópavogsbúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×