Erlent

Kaþólskir neita að borga sekt vegna oftalinna sóknarbarna

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
vísir/afp
Kaþólska biskupsdæmið í Ósló í Noregi neitar að greiða sekt upp á milljón norskar krónur fyrir að hafa gefið rangar upplýsingar um fjölda safnaðarmeðlima. Málið fer þess vegna fyrir rétt.

Fyrir tveimur árum greindu norskir fjölmiðlar frá því að kaþólska kirkjan hefði leitað í símaskránni að þeim sem mögulega gætu verið kaþólikkar. Aflað var upplýsinga um kennitölur þeirra og þeir skráðir sem safnaðarmeðlimir að þeim forspurðum.

Norska ríkið hefur nú krafist endurgreiðslu upp á 40 milljónir norskra króna sem veittar voru í styrk á grundvelli rangra upplýsinga um fjölda safnaðarmeðlima.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×