Karl Garðarsson segir Fréttablaðið ganga flokkspólitískra erinda Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2015 15:05 Karl Garðarsson dró upp svarta mynd af fjölmiðlum á þingi áðan; hann telur stjórna almenningsálitinu og snúa uppá sannleikann. visir/gva Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, dró upp dökka mynd af fjölmiðlum í ræðu sinni á þingi nú áðan í athyglisverðri ræðu. Karl segir fjölmiðlamenn marga hverja óvandaða; þeir telji fólki trú um að svart sé hvítt og allt sé í kalda koli. Hann telur fjölmiðla ganga erinda pólitískra afla og nefndi í því sambandi Fréttablaðið, Kjarnann og Stundina, auk Morgunblaðsins. Hann nefndi hins vegar ekki þá fjölmiðla sem tilheyra fjölmiðlasamsteypu Björns Inga Hrafnssonar í því sambandi, einhverra hluta vegna; DV, Eyjuna og Pressuna.Sannleikanum hagrætt á sumum bæjumKarl tók til máls í þinginu þegar rætt var um stöðu RÚV ohf. Ekki síst er athyglisvert að kynnast hugmyndum Karls í ljósi þess að sjálfur starfaði hann á árum áður sem fréttamaður, fréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2 og ritstjóri Blaðsins sáluga. Karl hljóp fyrst yfir þau ógnarmiklu áhrif sem hann telur fjölmiðla hafa á vitund og skoðanir fólks.Fréttablaðið, Kjarninn og Stundin auk Morgunblaðsins reka flokkspólitísk erindi, að mati Karls Garðarssonar.„Virðulegi forseti. Völd snúast ekki síst um að stjórna umræðunni í þjóðfélaginu. Þeir sem stjórna henni eru í lykilstöðu þegar kemur að mótun almenningsálitsins. Við búum í litlu þjóðfélagi þar sem fjölmiðlar eru fáir. Og oft á tíðum máttlausir. Í slíku samfélagi getur verið auðvelt að ná dagskrárvaldi, stjórna umræðunni – ná völdum. Telja fólki trú um að hvítt sé svart og allt sé í kalda koli. Með því að hamra á ákveðinni möntru verður til nýr sannleikur. Skoðanir okkar mótast aðallega af fjölmiðlum, því sem við sjáum og heyrum. Við tökum á móti upplýsingum, metum þær og drögum ályktanir. Ef við heyrum nógu oft sömu fullyrðingarnar verða þær oft að nýjum sannleika,“ sagði Karl og ekki hægt að skilja hann öðru vísi en svo að margir fjölmiðlamenn stundi það að snúa rækilega uppá sannleikann: „Íslenskir fjölmiðlamenn sinna flestir starfi sínu vel og eins vel og þeir geta. Þeir eru þó jafn misjafnir og þeir eru margir. Halda menn til dæmis að Morgunblaðið eða Fréttablaðið haldi ekki fram ákveðnum pólitískum skoðunum, eða gildum? Halda menn virkilega að netmiðlar eins og Kjarninn og Stundin hafi ekki pólitískt agenda?“ Athygli vekur hvaða fjölmiðla Karl tiltekur í þessu samhengi, og hvaða fjölmiðla ekki.Frekir og háværir einstaklingar drekkja umræðu á samfélagsmiðlum„Og það er í sjálfu sér ekkert að því. Fjölmiðlar í einkaeigu hafa fullt leyfi til að hafa pólitískar skoðanir „Það er hins vegar okkar alþingismanna að tryggja að sem flestar skoðanir fái að koma fram þannig að almenningur geti tekið upplýstar ákvarðanir ,“ segir Karl Garðarsson sem næst beindi sjónum að Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. En, Karl lítur ekki svo á að það sé endilega lykill að lýðræðislegri umræðu.Lýðræðisleg umræða þrífst ekki á samfélagsmiðlum því þar reyna háværir hópar að stjórna öllu, segir Karl Garðarsson.„Samfélagsmiðlar þar sem allir geta tjáð sig leysa ekki nema að litlu leyti vandann. Þar verða gjarnan til hópar háværra einstaklinga sem reyna að stjórna og hafa sem mest áhrif á þjóðfélagsumræðuna. Raddir hinna verða undir.RÚV nauðsynlegt mótvægi við peningamenninaSíðasta árið fyrir hrun var búið að skipta flestum helstu fjölmiðlum landsins á milli tveggja valdablokka. Annarri var stjórnað af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og hinni af Björgólfi Guðmundssyni. Viljum við að fjársterkir aðilar stjórni nær allri þjóðfélagsumræðu á Íslandi? Tryggir það að sem flestar skoðanir fái að njóta sín? Hér er minnst á þetta vegna þess að hér er hafin enn einu sinni umræða um framtíð RÚV. Nú er fréttastofa RÚV sannarlega ekki hafin yfir gagnrýni, en hvernig er upplýstri umræðu best borgið?“ Þar lauk ræðutíma Karls en ekki annað á honum að heyra að hann telji RÚV nauðsynlegt fyrirbæri til að sporna við fótum gegn öflum sem lagt hafa undir sig suma fjölmiðla og hinni bjöguðu umræðu sem hinir háværu og freku hafa náð tökum á á samfélagsmiðlum. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, dró upp dökka mynd af fjölmiðlum í ræðu sinni á þingi nú áðan í athyglisverðri ræðu. Karl segir fjölmiðlamenn marga hverja óvandaða; þeir telji fólki trú um að svart sé hvítt og allt sé í kalda koli. Hann telur fjölmiðla ganga erinda pólitískra afla og nefndi í því sambandi Fréttablaðið, Kjarnann og Stundina, auk Morgunblaðsins. Hann nefndi hins vegar ekki þá fjölmiðla sem tilheyra fjölmiðlasamsteypu Björns Inga Hrafnssonar í því sambandi, einhverra hluta vegna; DV, Eyjuna og Pressuna.Sannleikanum hagrætt á sumum bæjumKarl tók til máls í þinginu þegar rætt var um stöðu RÚV ohf. Ekki síst er athyglisvert að kynnast hugmyndum Karls í ljósi þess að sjálfur starfaði hann á árum áður sem fréttamaður, fréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2 og ritstjóri Blaðsins sáluga. Karl hljóp fyrst yfir þau ógnarmiklu áhrif sem hann telur fjölmiðla hafa á vitund og skoðanir fólks.Fréttablaðið, Kjarninn og Stundin auk Morgunblaðsins reka flokkspólitísk erindi, að mati Karls Garðarssonar.„Virðulegi forseti. Völd snúast ekki síst um að stjórna umræðunni í þjóðfélaginu. Þeir sem stjórna henni eru í lykilstöðu þegar kemur að mótun almenningsálitsins. Við búum í litlu þjóðfélagi þar sem fjölmiðlar eru fáir. Og oft á tíðum máttlausir. Í slíku samfélagi getur verið auðvelt að ná dagskrárvaldi, stjórna umræðunni – ná völdum. Telja fólki trú um að hvítt sé svart og allt sé í kalda koli. Með því að hamra á ákveðinni möntru verður til nýr sannleikur. Skoðanir okkar mótast aðallega af fjölmiðlum, því sem við sjáum og heyrum. Við tökum á móti upplýsingum, metum þær og drögum ályktanir. Ef við heyrum nógu oft sömu fullyrðingarnar verða þær oft að nýjum sannleika,“ sagði Karl og ekki hægt að skilja hann öðru vísi en svo að margir fjölmiðlamenn stundi það að snúa rækilega uppá sannleikann: „Íslenskir fjölmiðlamenn sinna flestir starfi sínu vel og eins vel og þeir geta. Þeir eru þó jafn misjafnir og þeir eru margir. Halda menn til dæmis að Morgunblaðið eða Fréttablaðið haldi ekki fram ákveðnum pólitískum skoðunum, eða gildum? Halda menn virkilega að netmiðlar eins og Kjarninn og Stundin hafi ekki pólitískt agenda?“ Athygli vekur hvaða fjölmiðla Karl tiltekur í þessu samhengi, og hvaða fjölmiðla ekki.Frekir og háværir einstaklingar drekkja umræðu á samfélagsmiðlum„Og það er í sjálfu sér ekkert að því. Fjölmiðlar í einkaeigu hafa fullt leyfi til að hafa pólitískar skoðanir „Það er hins vegar okkar alþingismanna að tryggja að sem flestar skoðanir fái að koma fram þannig að almenningur geti tekið upplýstar ákvarðanir ,“ segir Karl Garðarsson sem næst beindi sjónum að Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. En, Karl lítur ekki svo á að það sé endilega lykill að lýðræðislegri umræðu.Lýðræðisleg umræða þrífst ekki á samfélagsmiðlum því þar reyna háværir hópar að stjórna öllu, segir Karl Garðarsson.„Samfélagsmiðlar þar sem allir geta tjáð sig leysa ekki nema að litlu leyti vandann. Þar verða gjarnan til hópar háværra einstaklinga sem reyna að stjórna og hafa sem mest áhrif á þjóðfélagsumræðuna. Raddir hinna verða undir.RÚV nauðsynlegt mótvægi við peningamenninaSíðasta árið fyrir hrun var búið að skipta flestum helstu fjölmiðlum landsins á milli tveggja valdablokka. Annarri var stjórnað af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og hinni af Björgólfi Guðmundssyni. Viljum við að fjársterkir aðilar stjórni nær allri þjóðfélagsumræðu á Íslandi? Tryggir það að sem flestar skoðanir fái að njóta sín? Hér er minnst á þetta vegna þess að hér er hafin enn einu sinni umræða um framtíð RÚV. Nú er fréttastofa RÚV sannarlega ekki hafin yfir gagnrýni, en hvernig er upplýstri umræðu best borgið?“ Þar lauk ræðutíma Karls en ekki annað á honum að heyra að hann telji RÚV nauðsynlegt fyrirbæri til að sporna við fótum gegn öflum sem lagt hafa undir sig suma fjölmiðla og hinni bjöguðu umræðu sem hinir háværu og freku hafa náð tökum á á samfélagsmiðlum.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira