Fótbolti

Kári: Þeir sköpuðu lítið og við áttum að nýta okkur það

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kári Árnason hefur verið fyrirliði liðsins á mótinu.
Kári Árnason hefur verið fyrirliði liðsins á mótinu.
„Auðvitað eru það ákveðin vonbrigði að tapa leiknum,“ segir Kári Árnason, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir leikinn.

Ísland tapaði fyrir Síle í úrslitaleiknum í Kínabikarnum í Nanning í dag en leikurinn fór 1-0 fyrir þeim rauðklæddu.

„Þeir sköpuðu ekki það mikið að færum og við hefðum hæglega getað komið okkur vel inn í þennan leik. Þeir fengu bara eitt færi fyrir utan markið, og við hefðum átt að nýta okkur það.“

Kári segir að liðið hafi ekki verið nægilega ákveðið í sóknaraðgerðunum.

„Við erum í raun ekkert hættulegir fyrir utan markteiginn þeirra og það ræður úrslitum í þessum leik. Þetta hefur verið fínt mót og við höfðum gott af því að koma saman, vera hér og æfa.“

Fyrirliðin segir að það hafi verið jákvætt að ná í sigur gegn Kínverjum.

„Síðan er nokkuð góður árangur að komast í úrslitaleikinn en mjög pirrandi að fá ekkert út úr þeim leik.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×