Innlent

Kanna dreifingu skógarmítilsins

Svavar Hávarðsson skrifar
Enn er því ósvarað spurningunni hvort skógarmítill sé orðinn landlægur hérlendis.
Enn er því ósvarað spurningunni hvort skógarmítill sé orðinn landlægur hérlendis. Mynd/ErlingÓlafsson
Náttúrufræðistofnun Íslands og Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum standa um þessar mundir að rannsóknum á útbreiðslu og algengi skógarmítils hér á landi.

Óskað er liðsinnis dýralækna, heilbrigðisstarfsfólks og almennings við að halda til haga mítlum sem finnast á fólki eða dýrum. Beðið er um helstu upplýsingar; nafn finnanda, dagsetningu, fundarstað, hýsil og hvar hýsill hefur haldið sig vikuna áður. Sýni á að senda beint til rannsóknastofnana.

Mítillinn var rannsakaður af erlendum sérfræðingum sem hingað komu í fyrra. Leit bar ekki árangur en samt sem áður bárust NÍ og Tilraunastöðinni að Keldum mun fleiri skógarmítlar til skoðunar á árinu en nokkurn tímann fyrr, alls 24 sýni víða að af landinu. Enn er því ósvarað spurningunni hvort skógarmítill sé orðinn landlægur hérlendis.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×