Enski boltinn

Kane: Hræðumst engan í titilbaráttunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kane er þriðji markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.
Kane er þriðji markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. vísir/getty
Harry Kane segir Tottenham hræðist engan í baráttunni um enska meistaratitilinn.

Spurs komst upp í 2. sæti úrvalsdeildarinnar með 1-0 sigri á Watford um helgina. Kane og félagar hafa nú unnið fjóra leiki í röð og eru til alls líklegir á lokasprettinum.

„Við hræðumst ekki neinn,“ sagði Kane um titilbaráttuna. Tottenham sækir Manchester City heim um næstu helgi og Kane segir að Spurs muni spila sinn bolta á Etihad.

„Það verður gaman að fara þangað og spila okkar bolta og við hlökkum til. Við eru að spila vel en þurfum að halda einbeitingu. Við vitum að við getum unnið hvaða lið sem er í deildinni.“

Tottenham hefur aðeins tvisvar orðið Englandsmeistari, síðast árið 1961. Þrátt fyrir þessa löngu bið hefur Kane trú á að Spurs geti unnið Englandsmeistaratitilinn í ár.

„Við erum allir að vinna að sama marki og vonandi höldum við áfram að vinna leiki og bæta okkur,“ sagði Kane sem hefur skorað 15 deildarmörk á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×