FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ NÝJAST 17:30

Dálćti Breta Jessie J flyst vestanhafs

LÍFIĐ

Kafaldsbylur, krapi, rokk og ról

Menning
kl 07:00, 22. apríl 2014
Snćrós Sindradóttir skrifar:
Kafaldsbylur, krapi, rokk og ról

Kafaldsbylur barði rúður á Ísafirði og í nágrenni um páskahelgina á milli þess sem Pollinn lægði og ský létu undan sólu. Veðrið var haldið öflugri geðsveiflum en gengur og gerist á Íslandi og skipti um ham á hálftíma fresti.

Heimamenn og fastir gestir á Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar, voru sammála um að aldrei fyrr hefði kyngt öðru eins niður af snjó um páskahelgina.


Aldrei fór ég suður skipar fastan sess í menningarlífi landsins og markar upphaf flóru bæjarhátíða ár hvert. Talið er að íbúafjöldi Ísafjarðar tvöfaldist um páskahelgina og er Aldrei fór ég suður fyrir að þakka. Það er töfrum líkast að vera með vin á hægri hönd, Eyrarfjall á þá vinstri og brjóstbirtuna við hjartastað þegar talið er inn í hverja snilldina á fætur annarri.


Kafaldsbylur, krapi, rokk og ról

Búgí fyrir þá sem dansa
Hátíðin í ár var engin undantekning frá fyrri árum. Þétt og fjölbreytt dagskrá var keyrð áfram og lítt þekktir heimamenn þreyttu frumraun sína á sviði til jafns við reyndari stórstjörnur.

Heimamaðurinn og pylsusalinn í Bæjarins bestu í Reykjavík, Skúli Þórðarson, opnaði hátíðina í ár með leikkonunni Þórunni Örnu Kristjánsdóttur og búgísveit. Skúli sagði það heiður að opna hátíðina á tíu ára afmælinu og bauðst til þess að standa í sömu sporum að öðrum tíu árum liðnum. Gestir brugðust vel við enda hefur Aldrei fór ég suður alltaf haft þá sérstöðu að vera öllum opin og ókeypis. Það langar alla að halda Aldrei áfram. 


Maus áttu sögulega endurkomu á hátíđinni í ár
Maus áttu sögulega endurkomu á hátíđinni í ár VÍSIR/SNĆRÓS

Þungarokk, hipp-hopp og graðhestapopp
Þakklætið skein úr augum áhorfenda þegar vinsælustu hljómsveitir landsins stigu hver af annarri fram. Páll Óskar Hjálmtýsson fyllti óvænt í skarðið en þrátt fyrir að hafa bæst í hópinn á síðustu stundu vantaði ekki vel straujuð jakkafötin og konfettí-sprengjur þegar tónleikarnir náðu hápunkti sínum.

Rokksveitin Maus var með sögulega endurkomu en sveitin lagði hljóðfærin á hilluna árið 2004. Gamlir rokkhundar í áhorfendaskaranum virtust þó ekki hafa gleymt textunum og sungu hástöfum með eins og lög Mausara hefðu verið á topplistum útvarpsstöðvanna í gær. 

Grísalappalísa, Retro Stefson, þungarokkararnir í Sólstöfum, Hjaltalín, Mammút, Cell 7 og Hermigervill lögðu öll sitt á vogarskálarnar til að Ísfirðingar og gestir gætu dansað líkt og þetta væri síðasta Aldrei fór ég suður hátíðin.


Kafaldsbylur, krapi, rokk og ról

„Gúanó, tékki og vín“
Skipuleggjendur hátíðarinnar í ár hafa gefið í skyn að Aldrei fór ég suður verði ekki haldin aftur í höllinni á Grænagarði. Hátíðin, sem hófst í sushi-verksmiðju Sindrabergs og var svo færð í fokhelt Edinborgarhúsið, hefur fyrir löngu sprengt utan af sér húsnæðið. Nú getur Ísafjarðarbær lagst á bæn og boðið skipuleggjendum allt mögulegt húsnæði til að rokkið haldi áfram.

Aldrei fór ég suður hefur gefið Ísafjarðarbæ ótrúlega vigt í menningarlífi Íslands og tryggt bænum stöðugan straum ferðamanna yfir dimmustu mánuðina. Það væru flón sem ekki viðurkenndu að Aldrei fór ég suður hefur gert það að verkum að nú keyrir fólk ekki framhjá Vestfjörðum þegar hringurinn er keyrður. Þess í stað hefur ótrúlegur fjöldi komið vestur í fyrsta sinn og kemur svo aftur og aftur, ástfanginn af Ísafirði, gúanóstelpum og fjallasýninni.


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Menning 31. júl. 2014 15:00

Međ Gallerí gám á ferđ

Ragnheiđur Mekkín Ragnarsdóttir myndlistarmađur er komin til Akureyrar međ galleríiđ sitt, Gallerí gám, til ađ sýna heimamönnum og gestum á Einni međ öllu list sína. Meira
Menning 31. júl. 2014 14:45

Í Kaldalón eftir ćfingar á Seyđisfirđi

Ţjóđlagaflautur, fleiri flautur, píanó og raftćki skapa skrítin hljóđ og tóna í Kaldalónssal á sunnudaginn. Meira
Menning 31. júl. 2014 14:00

Burđast međ gamla harmóníkuvél og stóran ţrífót

Jóna Ţorvaldsdóttir ljósmyndari opnar sýningu á sérstćđum myndum úr íslenskri náttúru í Galleríi Ófeigi á laugardaginn. Meira
Menning 31. júl. 2014 13:30

Skáldsagan Burial Rites kemur út á íslensku í haust

Skáldsaga áströlsku skáldkonunnar Hönnuh Kent, Burial Rites, sem byggir á gömlu íslensku morđmáli, er vćntanleg í íslenskri ţýđingu. Meira
Menning 31. júl. 2014 13:00

Birting í New Yorker ćtti ađ opna dyr

Andri Már Hagalín segist hafa fengiđ nett sjokk ţegar honum barst stađfesting á ţví ađ hiđ virta tímarit The New Yorker vildi birta smásögu eftir hann, en um leiđ sé ţađ auđvitađ búst fyrir sjálfstrau... Meira
Menning 30. júl. 2014 11:30

Fundu sögurnar á bak viđ nöfnin

Hópur unglinga úr leiklistarskóla L.A. frumsýnir í kvöld sýninguna Sértu velkominn heim, um borđ í Húna II sem liggur viđ Torfunesbryggju á Akureyri. Meira
Menning 30. júl. 2014 10:45

Tvćr nýjar bćkur eftir Hugleik Dagsson

Bćkurnar Popular Hits III og You are Nothing eftir Hugleik Dagsson komu báđar út í gćr. Meira
Menning 28. júl. 2014 15:30

Opnar sýninguna Miđ-baug í gamalli fiskbúđ

Victor Ocares opnađi sýninguna Miđbaug síđastliđinn laugardag. Meira
Menning 28. júl. 2014 12:00

Barokkiđ er dautt

Hollenska tvíeykiđ Erica Roozendaal harmóníkuleikari og Tessa de Zeeuw heimspekingur halda tónleika međ heimspekiívafi. Meira
Menning 28. júl. 2014 11:30

Úr 20. aldar tónlistararfi Rússa

Strokkvartettinn Siggi leikur öndvegisverk tveggja stćrstu tónskálda Rússa annađ kvöld á síđustu sumartónleikum ársins í Sigurjónssafni á Laugarnestanga. Meira
Menning 26. júl. 2014 11:00

Eru álfar kannski hommar?

Sćrún Lísa Birgisdóttir ţjóđfrćđingur verđur međ forvitnilega leiđsögn í Árbćjarsafni á morgun. Meira
Menning 26. júl. 2014 09:00

Ég er bara í mínu eigin liđi

Ţór Eldon var einn stofnenda Medúsuhópsins og međlimur í hinni gođsagnakenndu hljómsveit Fan Houtens Kókó. Nú er kominn út hljómdiskur međ efni sveitarinnar, ţrjátíu árum eftir ađ hún leystist upp. Meira
Menning 25. júl. 2014 17:30

Lokatónleikar Engla og manna

Gunnar Guđbjörnsson tenór og Helga Bryndís Magnúsdóttir orgelleikari halda síđustu tónleika tónlistarhátíđar sumarsins í Strandarkirkju. Meira
Menning 25. júl. 2014 17:00

Funi verđur á ferđ og flugi í allt sumar

Tvíeykiđ Funi, Bára Grímsdóttir og Chris Foster, kemur fram á nćstu stofutónleikum Gljúfrasteins. Meira
Menning 25. júl. 2014 16:30

Tónlist sem hreif konungshirđirnar

Tónlistarhópurinn Corpo di Strumenti býđur upp á fáheyrđa tónlist franskra og ítalskra barokktónskálda í Reykjahlíđarkirkju viđ Mývatn á laugardagskvöld. Meira
Menning 24. júl. 2014 14:00

Alltaf haft ţörf fyrir ađ yrkja

Útsvarsstjarnan Stefán Bogi Sveinsson, lögfrćđingur á Egilsstöđum, hefur ort frá blautu barnsbeini en var ađ gefa út sína fyrstu ljóđabók. Brennur, heitir hún. Meira
Menning 24. júl. 2014 13:30

Ábúđarfull tónlist og ţjóđlegar ástríđur

Á Reykholtshátíđ um helgina verđa fernir tónleikar, hverjir öđrum áhugaverđari, ef marka má Sigurgeir Agnarsson sellóleikara og listrćnan stjórnanda hennar. Meira
Menning 24. júl. 2014 13:00

Fimm ţýđingar á glćpasögum tilnefndar til Ísnálarinnar

Tilnefningar til nýrra ţýđingaverđlauna, Ísnálarinnar, voru tilkynntar í gćr. Verđlaunin eru fyrir bestu ţýđingu á glćpasögu og verđa veitt í haust. Meira
Menning 24. júl. 2014 12:00

Nikkuballiđ á Nesinu fyrir unga sem aldna

Ungmennaráđ Seltjarnarness stendur fyrir harmóníkuballi fyrir eldri borgara í dag. Ţetta er í fjórđa sinn sem Ungmennaráđiđ stendur fyrir Nikkuballinu svokallađa en ţar fćr fólk á öllum aldri tćkifćri... Meira
Menning 24. júl. 2014 09:00

"Ţađ var alveg meiriháttar ađ vinna međ Richard Gere“

Eva María Daniels framleiddi kvikmyndina Time Out of Mind međ Richard Gere í ađalhlutverki. Myndin verđur heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíđinni í Toronto. Meira
Menning 23. júl. 2014 12:30

Rćflavík sýnd í Tjarnarbíói

Norđurbandalagiđ sýnir breskt verđlaunaleikrit í Tjarnarbíói. Ekki fyrir viđkvćma eđa hjartveika. Meira
Menning 23. júl. 2014 12:00

Bregđast viđ ástandinu í Palestínu međ ljóđum

Ljóđabókin Viljaverk í Palestínu er komin út á rafrćnu formi á vefsíđunni Starafugli. Ţar bregđast ýmis skáld viđ frćgu ljóđi Kristjáns frá Djúpalćk, Slysaskot í Palestínu. Meira
Menning 22. júl. 2014 12:00

Bjóst ekki viđ ţvílíku tćkifćri í ţessu jarđlífi

„Vegna listarinnar get ég ekki skorast undan. Ég á ađ vera ađ ćfa mig en er bara í tölvunni," segir Einar Jóhannesson klarinettuleikari hlćjandi, beđinn um smá viđtal um ćvintýrin sem hann á fyr... Meira
Menning 19. júl. 2014 09:00

RIFF fćr 20 milljóna króna styrk

Alţjóđlega kvikmyndahátíđin í Reykjavík var einn 38 evrópskra kvikmyndahátíđanna sem Evrópusambandiđ styrkti í ár. Meira
Menning 18. júl. 2014 08:30

„Hversu ógeđfellt og dónalegt má leikhús vera?“

Ţorleifur Örn er umdeildur í Sviss um ţessar mundir. Uppsetning hans á verki Shakespeares, Ys og ţys útaf engu, hefur vakiđ hörđ viđbrögđ, en góđa dóma. Meira

Tarot

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Lífiđ / Menning / Kafaldsbylur, krapi, rokk og ról
Fara efst