ŢRIĐJUDAGUR 22. JÚLÍ NÝJAST 12:45

Skorađ á Sigmund Davíđ ađ gerast grćnmetisćta

FRÉTTIR

Kafaldsbylur, krapi, rokk og ról

Menning
kl 07:00, 22. apríl 2014
Snćrós Sindradóttir skrifar:
Kafaldsbylur, krapi, rokk og ról

Kafaldsbylur barði rúður á Ísafirði og í nágrenni um páskahelgina á milli þess sem Pollinn lægði og ský létu undan sólu. Veðrið var haldið öflugri geðsveiflum en gengur og gerist á Íslandi og skipti um ham á hálftíma fresti.

Heimamenn og fastir gestir á Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar, voru sammála um að aldrei fyrr hefði kyngt öðru eins niður af snjó um páskahelgina.


Aldrei fór ég suður skipar fastan sess í menningarlífi landsins og markar upphaf flóru bæjarhátíða ár hvert. Talið er að íbúafjöldi Ísafjarðar tvöfaldist um páskahelgina og er Aldrei fór ég suður fyrir að þakka. Það er töfrum líkast að vera með vin á hægri hönd, Eyrarfjall á þá vinstri og brjóstbirtuna við hjartastað þegar talið er inn í hverja snilldina á fætur annarri.


Kafaldsbylur, krapi, rokk og ról

Búgí fyrir þá sem dansa
Hátíðin í ár var engin undantekning frá fyrri árum. Þétt og fjölbreytt dagskrá var keyrð áfram og lítt þekktir heimamenn þreyttu frumraun sína á sviði til jafns við reyndari stórstjörnur.

Heimamaðurinn og pylsusalinn í Bæjarins bestu í Reykjavík, Skúli Þórðarson, opnaði hátíðina í ár með leikkonunni Þórunni Örnu Kristjánsdóttur og búgísveit. Skúli sagði það heiður að opna hátíðina á tíu ára afmælinu og bauðst til þess að standa í sömu sporum að öðrum tíu árum liðnum. Gestir brugðust vel við enda hefur Aldrei fór ég suður alltaf haft þá sérstöðu að vera öllum opin og ókeypis. Það langar alla að halda Aldrei áfram. 


Maus áttu sögulega endurkomu á hátíđinni í ár
Maus áttu sögulega endurkomu á hátíđinni í ár VÍSIR/SNĆRÓS

Þungarokk, hipp-hopp og graðhestapopp
Þakklætið skein úr augum áhorfenda þegar vinsælustu hljómsveitir landsins stigu hver af annarri fram. Páll Óskar Hjálmtýsson fyllti óvænt í skarðið en þrátt fyrir að hafa bæst í hópinn á síðustu stundu vantaði ekki vel straujuð jakkafötin og konfettí-sprengjur þegar tónleikarnir náðu hápunkti sínum.

Rokksveitin Maus var með sögulega endurkomu en sveitin lagði hljóðfærin á hilluna árið 2004. Gamlir rokkhundar í áhorfendaskaranum virtust þó ekki hafa gleymt textunum og sungu hástöfum með eins og lög Mausara hefðu verið á topplistum útvarpsstöðvanna í gær. 

Grísalappalísa, Retro Stefson, þungarokkararnir í Sólstöfum, Hjaltalín, Mammút, Cell 7 og Hermigervill lögðu öll sitt á vogarskálarnar til að Ísfirðingar og gestir gætu dansað líkt og þetta væri síðasta Aldrei fór ég suður hátíðin.


Kafaldsbylur, krapi, rokk og ról

„Gúanó, tékki og vín“
Skipuleggjendur hátíðarinnar í ár hafa gefið í skyn að Aldrei fór ég suður verði ekki haldin aftur í höllinni á Grænagarði. Hátíðin, sem hófst í sushi-verksmiðju Sindrabergs og var svo færð í fokhelt Edinborgarhúsið, hefur fyrir löngu sprengt utan af sér húsnæðið. Nú getur Ísafjarðarbær lagst á bæn og boðið skipuleggjendum allt mögulegt húsnæði til að rokkið haldi áfram.

Aldrei fór ég suður hefur gefið Ísafjarðarbæ ótrúlega vigt í menningarlífi Íslands og tryggt bænum stöðugan straum ferðamanna yfir dimmustu mánuðina. Það væru flón sem ekki viðurkenndu að Aldrei fór ég suður hefur gert það að verkum að nú keyrir fólk ekki framhjá Vestfjörðum þegar hringurinn er keyrður. Þess í stað hefur ótrúlegur fjöldi komið vestur í fyrsta sinn og kemur svo aftur og aftur, ástfanginn af Ísafirði, gúanóstelpum og fjallasýninni.


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Menning 22. júl. 2014 12:00

Bjóst ekki viđ ţvílíku tćkifćri í ţessu jarđlífi

„Vegna listarinnar get ég ekki skorast undan. Ég á ađ vera ađ ćfa mig en er bara í tölvunni," segir Einar Jóhannesson klarinettuleikari hlćjandi, beđinn um smá viđtal um ćvintýrin sem hann á fyr... Meira
Menning 19. júl. 2014 09:00

RIFF fćr 20 milljóna króna styrk

Alţjóđlega kvikmyndahátíđin í Reykjavík var einn 38 evrópskra kvikmyndahátíđanna sem Evrópusambandiđ styrkti í ár. Meira
Menning 18. júl. 2014 08:30

„Hversu ógeđfellt og dónalegt má leikhús vera?“

Ţorleifur Örn er umdeildur í Sviss um ţessar mundir. Uppsetning hans á verki Shakespeares, Ys og ţys útaf engu, hefur vakiđ hörđ viđbrögđ, en góđa dóma. Meira
Menning 17. júl. 2014 15:00

Hugmyndin ađ fólk geti fengiđ sér kaffi

Framkvćmdir eru hafnar viđ hús Samúels í Selárdal. Meira
Menning 17. júl. 2014 12:30

Finnskar ljósmyndir í Norrćna húsinu

Tveir finnskir listamenn, Annika Dahlsten og Markku Laasko, opna sýningu í anddyri Norrćna hússins. Meira
Menning 17. júl. 2014 12:00

Voces Thules og Bach-sveitin í Skálholti

Dagskrá ţriđju viku Sumartónleika í Skálholti hefst í kvöld međ tónleikum Voces Thules. Meira
Menning 17. júl. 2014 10:30

Sýna í Ólafsdal, útihúsum og eyđibýlum

Myndlistarsýningin Dalir og hólar dreifist um sveitirnar viđ Breiđafjörđinn og dregur nafn af stađsetningunni, Dalabyggđ og Reykhólasveit. Meira
Menning 16. júl. 2014 11:00

Fjallar um kynferđislega opinskáar myndir

Ara Osterweil heldur fyrirlestur í Hafnarhúsinu á morgun klukkan átta. Hún er kvikmyndafrćđingur, rithöfundur og málari sem býr í Montreal og New York. Meira
Menning 15. júl. 2014 10:00

Gefur mömmu engan afslátt

Leikarinn Arnar Dan Kristjánsson frumsýnir einleikinn Landsliđiđ á línu í Tjarnarbíói á laugardaginn. Vinir og vandamenn fá engan afslátt á sýninguna. Meira
Menning 14. júl. 2014 17:30

Snorri syngur ţjóđsöng Ísraela í draggi

Nýtt vídjóverk frá Snorra Ásmundssyni. Meira
Menning 14. júl. 2014 15:30

Ţráđlist virđist vera talin tengjast konum

Tuttugu listakonur Textílfélagsins sýna verk sín í Vík í Mýrdal, í Halldórskaffi og Suđur-Vík. Ţađ er liđur í ađ halda upp á fertugsafmćli félagsins. Ingiríđur Óđinsdóttir er formađur. Meira
Menning 14. júl. 2014 15:00

Ástir og órćđ tengsl í tónlistarsögunni

Ástir ţvers og kruss nefnast ljóđatónleikar Margrétar Hrafnsdóttur sópransöngkonu og Hrannar Ţráinsdóttur píanóleikara í Listasafni Sigurjóns annađ kvöld. Ţema ţeirra er órćđ tengsl tónskálda viđ text... Meira
Menning 14. júl. 2014 14:30

Klassík í Bláu kirkjunni

Rut Ingólfsdóttir fiđluleikari og Richard Simms píanóleikari í Bláu kirkjunni á Seyđisfirđi. Meira
Menning 14. júl. 2014 14:00

Ný bók frá Oddnýju Eiri

Höfundur Jarđnćđis sendir frá sér skáldsögu í haust. Meira
Menning 14. júl. 2014 13:30

Martin móđgar ađdáendur

George R. R. Meira
Menning 14. júl. 2014 13:00

Skrifađi leikrit međ orđum afa síns

Barnabarn Oscars Wilde, Merlin Holland, hefur skrifađ leikrit upp úr málskjölum hinna frćgu réttarhalda yfir honum. Verkiđ var frumsýnt í London í síđustu viku. Meira
Menning 14. júl. 2014 10:00

Safnar fyrir Djáknanum á Myrká

Sandra Rós Björnsdóttir gerđi Djáknann á Myrká ađ myndasögu og safnar fyrir útgáfunni á Kickstarter. Nćst gerir hún ćvintýriđ um Búkollu ađ myndasögu. Meira
Menning 12. júl. 2014 10:00

Efla sýnileika safna

Íslenski safnadagurinn er á morgun og söfn um allt land kynna starfsemi sína og sýningar. Meira
Menning 11. júl. 2014 15:30

Ég fann pönkiđ í mér

Listakonan Gunnhildur Ţórđardóttir opnar sýninguna Regnbogapönk í Slunkaríki á Ísafirđi á morgun. Meira
Menning 10. júl. 2014 13:30

Franskt barokk í Skálholti

Fernir tónleikar verđa á Sumartónleikum í Skálholti ţessa vikuna. Meira
Menning 10. júl. 2014 12:30

Shakespeare's Globe Theatre sýnir í Hörpu

Tólf manna leikhópur frá Globe-leikhúsinu í London er á heimsferđalagi međ frćgasta verk Shakespeares, Hamlet, og verđur ađeins ţessi eina sýning á Íslandi. Meira
Menning 10. júl. 2014 12:00

Sprengir ramma málverksins

Ingunn Fjóla Ingţórsdóttir opnar sýningu í Týsgalleríi í dag. Sum verkin eru smíđuđ og önnur máluđ á ullarţráđ, öll miđast viđ ađ áhorfandinn hreyfi sig. Meira
Menning 09. júl. 2014 15:00

Nýtir kórreynsluna í listaverkum sínum

Listakonan Jóhanna V. Ţórhallsdóttir stjórnađi mismunandi kórum í um tuttugu ár og nýtir sér ţá reynslu í myndefni fyrir sýningu sem verđur opnuđ um helgina. Meira
Menning 09. júl. 2014 12:30

Úr byggingageiranum í bókaskrif

Filippus Gunnar Árnason ákvađ ađ gefa út bćkur byggđar á sögum sem fađir hans sagđi honum í ćsku. Bókarskrifin eru töluvert frábrugđin lífsstarfinu. Meira
Menning 09. júl. 2014 12:00

Baldursbrá í Langholtskirkju í kvöld

Ný íslensk ópera, Ćvintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson, verđur flutt í Langholtskirkju. Meira

Tarot

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Lífiđ / Menning / Kafaldsbylur, krapi, rokk og ról
Fara efst