FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST NÝJAST 07:43

Fjögur hundruđ skjálftar viđ Bárđarbungu

FRÉTTIR

Kafaldsbylur, krapi, rokk og ról

Menning
kl 07:00, 22. apríl 2014
Snćrós Sindradóttir skrifar:
Kafaldsbylur, krapi, rokk og ról

Kafaldsbylur barði rúður á Ísafirði og í nágrenni um páskahelgina á milli þess sem Pollinn lægði og ský létu undan sólu. Veðrið var haldið öflugri geðsveiflum en gengur og gerist á Íslandi og skipti um ham á hálftíma fresti.

Heimamenn og fastir gestir á Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar, voru sammála um að aldrei fyrr hefði kyngt öðru eins niður af snjó um páskahelgina.


Aldrei fór ég suður skipar fastan sess í menningarlífi landsins og markar upphaf flóru bæjarhátíða ár hvert. Talið er að íbúafjöldi Ísafjarðar tvöfaldist um páskahelgina og er Aldrei fór ég suður fyrir að þakka. Það er töfrum líkast að vera með vin á hægri hönd, Eyrarfjall á þá vinstri og brjóstbirtuna við hjartastað þegar talið er inn í hverja snilldina á fætur annarri.


Kafaldsbylur, krapi, rokk og ról

Búgí fyrir þá sem dansa
Hátíðin í ár var engin undantekning frá fyrri árum. Þétt og fjölbreytt dagskrá var keyrð áfram og lítt þekktir heimamenn þreyttu frumraun sína á sviði til jafns við reyndari stórstjörnur.

Heimamaðurinn og pylsusalinn í Bæjarins bestu í Reykjavík, Skúli Þórðarson, opnaði hátíðina í ár með leikkonunni Þórunni Örnu Kristjánsdóttur og búgísveit. Skúli sagði það heiður að opna hátíðina á tíu ára afmælinu og bauðst til þess að standa í sömu sporum að öðrum tíu árum liðnum. Gestir brugðust vel við enda hefur Aldrei fór ég suður alltaf haft þá sérstöðu að vera öllum opin og ókeypis. Það langar alla að halda Aldrei áfram. 


Maus áttu sögulega endurkomu á hátíđinni í ár
Maus áttu sögulega endurkomu á hátíđinni í ár VÍSIR/SNĆRÓS

Þungarokk, hipp-hopp og graðhestapopp
Þakklætið skein úr augum áhorfenda þegar vinsælustu hljómsveitir landsins stigu hver af annarri fram. Páll Óskar Hjálmtýsson fyllti óvænt í skarðið en þrátt fyrir að hafa bæst í hópinn á síðustu stundu vantaði ekki vel straujuð jakkafötin og konfettí-sprengjur þegar tónleikarnir náðu hápunkti sínum.

Rokksveitin Maus var með sögulega endurkomu en sveitin lagði hljóðfærin á hilluna árið 2004. Gamlir rokkhundar í áhorfendaskaranum virtust þó ekki hafa gleymt textunum og sungu hástöfum með eins og lög Mausara hefðu verið á topplistum útvarpsstöðvanna í gær. 

Grísalappalísa, Retro Stefson, þungarokkararnir í Sólstöfum, Hjaltalín, Mammút, Cell 7 og Hermigervill lögðu öll sitt á vogarskálarnar til að Ísfirðingar og gestir gætu dansað líkt og þetta væri síðasta Aldrei fór ég suður hátíðin.


Kafaldsbylur, krapi, rokk og ról

„Gúanó, tékki og vín“
Skipuleggjendur hátíðarinnar í ár hafa gefið í skyn að Aldrei fór ég suður verði ekki haldin aftur í höllinni á Grænagarði. Hátíðin, sem hófst í sushi-verksmiðju Sindrabergs og var svo færð í fokhelt Edinborgarhúsið, hefur fyrir löngu sprengt utan af sér húsnæðið. Nú getur Ísafjarðarbær lagst á bæn og boðið skipuleggjendum allt mögulegt húsnæði til að rokkið haldi áfram.

Aldrei fór ég suður hefur gefið Ísafjarðarbæ ótrúlega vigt í menningarlífi Íslands og tryggt bænum stöðugan straum ferðamanna yfir dimmustu mánuðina. Það væru flón sem ekki viðurkenndu að Aldrei fór ég suður hefur gert það að verkum að nú keyrir fólk ekki framhjá Vestfjörðum þegar hringurinn er keyrður. Þess í stað hefur ótrúlegur fjöldi komið vestur í fyrsta sinn og kemur svo aftur og aftur, ástfanginn af Ísafirði, gúanóstelpum og fjallasýninni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Menning 21. ágú. 2014 13:00

Rússnesk rómantík í öndvegi

Simfóníuhljómsveit Toronto hefur leik í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.30, undir stjórn hins kanadíska Peters Oundjian. Meira
Menning 21. ágú. 2014 12:30

Ţrír bassar á ferđ

Tveir Rússar og einn Úkraínumađur syngja saman í Langholtskirkju í kvöld og Kristskirkju annađ kvöld. Meira
Menning 21. ágú. 2014 11:30

Eyđilegt landslag úr íslenskri möl

Ólafur Elíasson opnađi í gćr viđamikla sýningu í Louisiana-listasafninu í Humlebćk í Danmörku. Ţar ganga gestir sal úr sal á íslenskum aur sem lítill lćkur líđur um í sínum farvegi. Ólafur sýnir líka ... Meira
Menning 19. ágú. 2014 13:00

Ţjóđlist bćđi sunnan heiđa og norđan

Bára Grímsdóttir og Chris Foster frumflytja lag Báru viđ ljóđ Jóns Steingrímssonar eldklerks á ţjóđlistahátíđ á Akureyri í vikunni. En fyrst koma ţau fram á tónleikum í Norrćna húsinu í kvöld. Meira
Menning 19. ágú. 2014 12:30

Fer međ áhorfendur í huglćgt ferđalag

Á sýningunni Walking around Iceland X58 sem spćnski listamađurinn Cayetano Navarro opnar í Gerđubergi á fimmtudag skođar hann hvađa augum gestir og heimamenn líta íslenska náttúru. Hann gefur hugmynda... Meira
Menning 18. ágú. 2014 14:00

Viđ setjum markiđ hátt

Tryggvi M. Baldvinsson er nýr forseti tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Hann er öllum hnútum kunnugur, hefur veriđ ađjunkt ţar frá upphafi og kennt fjölda námskeiđa. Meira
Menning 18. ágú. 2014 13:30

Sinfónían hitar upp fyrir Proms

Sinfóníuhljómsveit Íslands býđur gestum ókeypis í Hörpu í kvöld ađ hlýđa á dagskrá sem hún flytur á Proms-tónlistarhátíđinni í Royal Albert Hall 22. ágúst. Meira
Menning 18. ágú. 2014 13:00

Fengu verđlaun fyrir framúrskarandi söng

Kammerkórinn Melodia deildi 2. sćti í sínum flokki međ tékkneskum kór í Béla Bartók-kórakeppni í Ungverjalandi og hlaut sérstaka viđurkenningu fyrir eitt verk. Hann flytur efnisskrána úr keppninni í H... Meira
Menning 18. ágú. 2014 11:56

Fetar nýjar slóđir

Handrit ađ nýrri skáldsögu Stefáns Mána er komiđ til útgefanda. Meira
Menning 16. ágú. 2014 14:00

Sama dagskrá á sama stađ 40 árum síđar

Kammersveit Reykjavíkur fagnar fertugsafmćli á Kjarvalsstöđum á morgun međ tónleikunum Endurskin frá 1974 og flytur sömu efnisskrá og er hún hóf leik fyrir 40 árum. Meira
Menning 16. ágú. 2014 11:00

Ađeins líflegri og frjálsari en áđur

Ragnar Jónsson myndlistarmađur opnar myndlistarsýningu í galleríinu Ţoku á Laugavegi 25 í dag. Hann vinnur málverk á óvenjulegan hátt. Meira
Menning 15. ágú. 2014 17:30

Leysa orku úr lćđingi

Sýningin Urta Islandica ehf. – Skapandi greinar verđur opnuđ í Ketilhúsinu á Akureyri á morgun. Meira
Menning 15. ágú. 2014 17:00

Sniffer er ţjáningarbróđir Ólivers Twist

Listasafn ASÍ verđur undirlagt af karakternum Sniffer nćstu vikur. Höfundar hans eru listakonurnar Sigga Björg Sigurđardóttir og Erica Eyres. Meira
Menning 15. ágú. 2014 16:30

Söngurinn númer eitt, tvö og ţrjú

Tómas R. Einarsson og úrvalsliđ međ honum heldur útgáfutónleika í Norđurljósasal Hörpu á sunnudagskvöldiđ 17. ágúst. Ţar verđa flutt sönglög eftir Tómas viđ texta eftir ýmis góđskáld 20. aldar. Einsön... Meira
Menning 15. ágú. 2014 09:30

Kristinn Sigmunds međ Íslensku óperunni í fyrsta skipti í tólf ár

Í óperunni Don Carlo eftir Giuseppe Verdi sem Íslenska óperan setur upp í október fer Kristinn Sigmundsson međ eitt voldugasta bassahlutverk tónbókmenntanna, Filippus konung, föđur Don Carlo. Meira
Menning 14. ágú. 2014 14:00

Verđ ađ skella á skeiđ

Ingunn Jensdóttir, leikstjóri og frístundamálari, er á leiđ upp í Biskupstungur ađ setja upp listsýningu í Café Mika og taka ţar međ ţátt í hátíđinni Tvćr úr Tungunum um helgina. Meira
Menning 14. ágú. 2014 13:30

Heimsókn í Vesturbć

Verkamannabústađirnir viđ Hringbraut eru í ađalhlutverki í kvöldgöngu Borgarsögusafns Reykjavíkur í kvöld klukkan 20. Meira
Menning 14. ágú. 2014 13:00

Myndasögur Bjarna á sýningu Borgarbókasafnsins í Tryggvagötu

Á sýningunni Skuggar, sem opnuđ verđur á morgun í ađalsafni Borgarbókasafnsins, eru myndasögur eftir Bjarna Hinriksson frá síđustu tveimur árum. Meira
Menning 14. ágú. 2014 10:30

Ástríđan í sögunum kom á óvart

Silja Ađalsteinsdóttir bókmenntafrćđingur ţýddi smásagnasafniđ Lífiđ ađ leysa eftir kanadíska Nóbelsverđlaunahöfundinn Alice Munro sem er nýkomiđ út hjá Forlaginu. Hún segir ţađ hafa veriđ krefjandi v... Meira
Menning 13. ágú. 2014 14:00

Sígild saga endurútgefin

Í tilefni ţess ađ hundrađ ár eru liđin frá fćđingu finnsk-sćnska rithöfundarins og listamannsins Tove Jansson, skapara Múmínálfanna, mun Forlagiđ í haust endurútgefa hina sígildu sögu Hvađ gerist ţá?... Meira
Menning 13. ágú. 2014 13:30

Samspil náttúru, tísku og menningararfs

Hin sćnska Lisen Stibeck ferđađist um Ísland í fyrra og tók myndir. Afraksturinn er á sýningu sem opnuđ verđur í Ţjóđminjasafninu á föstudaginn. Meira
Menning 13. ágú. 2014 13:00

Grípandi laglínur vafđar spuna

Tríóiđ Minua er á ferđ um landiđ međ tónlist sína og kemur fram í flestum landshlutum. Tríóiđ hóf leikinn í gćrkveldi á Akranesi en verđur á Patreksfirđi í kvöld. Meira
Menning 13. ágú. 2014 12:30

Vísur Svantes í Norrćna húsinu

Grátbroslegar vísur Svantes eftir danska skáldiđ Benny Andersen verđa fluttar í Norrćna húsinu 14. ágúst klukkan 20.20. Meira
Menning 13. ágú. 2014 12:00

Örlátur á eigin verk

„Ég vil ađ fólk geti nálgast ljóđin mín óhindrađ," segir ljóđskáldiđ Bragi Páll Sigurđarson sem hefur ákveđiđ ađ gefa pdf á netinu af ljóđabókum sínum, Fullkominni...... Meira
Menning 13. ágú. 2014 11:30

Viđ bjóđum upp á Kabaríur

Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Ţráinsdóttir píanóleikari kanna lendur kabarettsins og óperunnar á fyrsta kvöldi Berjadaga, menningarhátíđar á Ólafsfirđi, sem hefst annađ kvöld í kirkjun... Meira

Tarot

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Lífiđ / Menning / Kafaldsbylur, krapi, rokk og ról
Fara efst