Kæri Sigmundur Davíð forsætisráðherra! Helen Sjöfn Steinarsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Þú ötuli landsfaðir sem í orði og á borði berð hag þjóðar þinnar fyrir brjósti og berst fyrir jafnrétti og jafnræði í þjóðfélaginu. Ég er öryrki og bíð spennt eftir þeirri örsnöggu lífskjarabót sem þú hefur boðað okkur um áramótin. En, nú eru að koma jól og ég verð að viðurkenna að mig dreymir um að geta gert mér smá dagamun og líka glatt mína nánustu. Ég á eitt barnabarn sem mig langar að gefa jólagjöf og þar sem ég er ekki einu sinni með tíu þumalfingur heldur tuttugu tær eru föndur og/eða handavinna út úr myndinni. Barnið er mikill bókaormur og langar mig óskaplega að geta keypt handa því einhverja af þeim skemmtilegu barnabókum sem voru að koma út. Þar sem ég hef leitað árlega til hjálparsamtaka hef ég ekki áhyggjur af því að svelta. Fjölskylda mín og vinir eiga nóg með sig en hafa samt hingað til styrkt mig eftir bestu getu og ég bara get ekki hugsað mér að leita til þeirra einu sinni enn. Því datt mér í hug, kæri Sigmundur Davíð, að þú prívat og persónulega, værir kannski til í að styrkja mig um smáupphæð fyrir jólin (held að nýútkomin barnabók gæti kostað 3-4 þús. kr.)? Ég frétti nefnilega á skotspónum að þú hefðir fengið sanngjarna launahækkun, meira að segja nokkra mánuði aftur í tímann, og ert því kannski aflögufær! Ef illa árar hjá þér myndi ég líka þiggja lán sem ég gæti þá borgað þér eftir áramótin þegar ég verð búin að fá mína sanngjörnu hækkun. Að lokum óska ég þér gleðilegra jóla og áframhaldandi farsældar á nýju ári! Með fullri virðingu, von í hjarta og fyrirfram þökk! P.s. Ef þú vilt fá bankaupplýsingarnar mínar, þá er ég í símaskránni! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þú ötuli landsfaðir sem í orði og á borði berð hag þjóðar þinnar fyrir brjósti og berst fyrir jafnrétti og jafnræði í þjóðfélaginu. Ég er öryrki og bíð spennt eftir þeirri örsnöggu lífskjarabót sem þú hefur boðað okkur um áramótin. En, nú eru að koma jól og ég verð að viðurkenna að mig dreymir um að geta gert mér smá dagamun og líka glatt mína nánustu. Ég á eitt barnabarn sem mig langar að gefa jólagjöf og þar sem ég er ekki einu sinni með tíu þumalfingur heldur tuttugu tær eru föndur og/eða handavinna út úr myndinni. Barnið er mikill bókaormur og langar mig óskaplega að geta keypt handa því einhverja af þeim skemmtilegu barnabókum sem voru að koma út. Þar sem ég hef leitað árlega til hjálparsamtaka hef ég ekki áhyggjur af því að svelta. Fjölskylda mín og vinir eiga nóg með sig en hafa samt hingað til styrkt mig eftir bestu getu og ég bara get ekki hugsað mér að leita til þeirra einu sinni enn. Því datt mér í hug, kæri Sigmundur Davíð, að þú prívat og persónulega, værir kannski til í að styrkja mig um smáupphæð fyrir jólin (held að nýútkomin barnabók gæti kostað 3-4 þús. kr.)? Ég frétti nefnilega á skotspónum að þú hefðir fengið sanngjarna launahækkun, meira að segja nokkra mánuði aftur í tímann, og ert því kannski aflögufær! Ef illa árar hjá þér myndi ég líka þiggja lán sem ég gæti þá borgað þér eftir áramótin þegar ég verð búin að fá mína sanngjörnu hækkun. Að lokum óska ég þér gleðilegra jóla og áframhaldandi farsældar á nýju ári! Með fullri virðingu, von í hjarta og fyrirfram þökk! P.s. Ef þú vilt fá bankaupplýsingarnar mínar, þá er ég í símaskránni!
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun