Lífið

Júníspá Siggu Kling – Ljón: Steinhættu að láta þér leiðast

Elsku fagra Ljónið mitt. Það er svo mikill kraftur í kringum þig að það er bara eins og bíómynd sem er sýnd hratt.

Stundum líður þér eins og þú sért statt í þögulli kvikmynd og heyrir ekki skýrt og greinilega hvað það er sem þú átt að gera.

Til þess að tengja þig og ná þínum rétta krafti fram þá þarft þú að fara upp í sumarbústað ef þú getur. Fara í pikknikk og hvílast á jörðinni. Gera það sem þú gerðir einu sinni þegar þú áttir enga peninga og einfalda líf þitt. Þá munt þú skilja og sjá allt miklu skýrar. Heyra skilaboðin sem er verið að senda þér.

Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara þá kemst þú bara alls ekki þangað. Gerðu plan og hafðu það í huga að það má misheppnast. Gerðu þá annað plan, gefðu af þér, gefðu gjafir, gefðu tímann þinn. Ef þú hættir að gefa, þá byrjar andinn þinn að deyja.

Þér finnst þú vera umkringt vandamálum en það er svo sannarlega ekki rétt. Það virðist koma upp svo mikið af dulbúnum tækifærum sem þér finnst vera vandamál en þau munu vísa þér rétta veginn.

Þegar líða tekur á sumarið rekur þú upp þitt fallega ljónsöskur af því að þú veist þú ert sterkast á sléttunni!

Ef þér líður illa er það vegna þess að þú ert að horfa of mikið inn í myrkrið. Það er nefnilega valkostur. Þegar þú stendur upp þá sérðu að þú getur kveikt ljós og þá er ekkert myrkur, kveiktu fleiri og fleiri ljós, elskan mín!

Þú skapar líf þig með venjum og átt auðvelt með að festa þig í þeim, breyttu venjunum þínum. Einni og einni í einu og sjáðu hvað þú eflist og eflist.

Það verður mikil velgengni í kringum þig og hún laðast að þér. En velgengni er til einskis og leiðir til biturleika ef þú deilir henni ekki með öðrum.

Þegar líða tekur á sumarið þá er allt að ganga svo miklu betur en þú bjóst við. Það er alveg bölvuð vitleysa ef þú heldur að þú sért þunglynt því þú ert það alls ekki. Stundum áttu það til að láta þér leiðast en steinhættu því, hjartað mitt. Þetta sumar lætur þig heyra betur, sjá betur og vera næmara á snertingar. Það færir þér öflugra líf.

Mottó sumarsins er: Elskaðu skilyrðislaust!

Knús og koss,

þín Sigga Kling

Fræg ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari Agent Fresco.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×