Innlent

Júlli í draumnum dæmdur í 12 mánaða fangelsi

Júlli í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Júlli í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Júlíus Þorbergsson, eða Júlli í Draumnum eins og hann er að jafnan kallaður, var dæmdur í 12 mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir brot gegn lyfjalögum, tóbaksvarnalögum, fíkniefnalögum og almennum hegningarlögum.

Hann var dæmdur fyrir að selja munntóbak og svokallað læknadóp í sjoppu sinni á Rauðarárstíg í miðborg Reykjavíkur. Við húsleit á heimili Júlla fundust einnig háar fjárhæðir í sex myntum sem nema rúmlega tíu milljónum króna. Þótti sannað að upphæðin væri afrakstur fíkniefnasölunnar. Meðal annars seldi hann rítalín og Mogadon

Júlli var hinsvegar sýknaður af því að eiga um 20 grömm af kókaíni, sem hann sagði að væri í eigu erlendra iðnaðarmanna, sem hann þekkti þó ekki.

Dómur Júlla er óskilorðsbundinn. Frá fangelsisdóminum dregst fimm daga gæsluvarðhald sem hann sætti í júní árið 2010.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×