Enski boltinn

Jonny Evans gerði fjögurra ára samning við WBA

Stefán Árni Pálsson skrifar
Evans gerir 4 ára samning.
Evans gerir 4 ára samning. mynd/heimasíða wba
Jonny Evans hefur gengið frá fjögurra ára samningi við WBA og kemur hann til liðsins frá Manchester United.

Þessi 27 ára varnarmaður mætti í læknisskoðun á æfingasvæði WBA í gærkvöldi og skrifaði undir samning í dag.

Evans lék 198 leiki með Manchester United á sínum tíma hjá félaginu.

„Hann er mikill fengur fyrir klúbbinn,“ segir Tony Pulis, knattspyrnustjóri WBA í samtali við heimasíðu félagsins.

„Jonny kemur inn með gríðarlega reynslu og er leikmaður sem ég hef fylgst lengi með. Ég er virkilega ánægður með að hafa fengið hann til liðsins.“

„Ég vonast til að geta hjálpað liðinu að komast ofar í deildinni,“ segir Evans.

„Þetta er ný og skemmtileg áskorun fyrir mig. Ég hlakka mikið til. Ég þekki nokkra nú þegar í liðinu og ræddi vel við þá í aðdragandanum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×