Jón Viðar alls ekki hrifinn af Ófærð Bjarki Ármannsson skrifar 18. janúar 2016 19:36 „Ég hef nú lagt á mig að horfa á heila fjóra þætti af þessu torfi,“ skrifar Jón Viðar Jónsson, einn þekktasti leiklistargagnrýnandi landsins, á Facebook-síðu sína í kvöld um sjónvarpsþættina Ófærð. Vísir „Ég hef nú lagt á mig að horfa á heila fjóra þætti af þessu torfi,“ skrifar Jón Viðar Jónsson, einn þekktasti leiklistargagnrýnandi landsins, á Facebook-síðu sína í kvöld um sjónvarpsþættina Ófærð. „Ef þessi þyngslagangur með öllum sínum undarlegu útúrdúrum (nú síðast snjóflóði framkölluðu af hálfæru gamalmenni) væri búinn til af einhverri annarri þjóð, en minni eigin ástkæru, hefði ég hætt eftir annan þátt.“ Ófærð er dýrasta sjónvarpsþáttaröð Íslandssögunnar og skartar einvalaliði íslenskra leikara sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Þættirnir hafa verið sýndir á RÚV undanfarnar fjórar vikur og vakið umtal, en skiptar skoðanir eru um þá.Sjá einnig: Blaðamaður Moggans heggur í Ófærð Jón Viðar fellur bersýnilega í hóp þeirra sem þykir ekki mikið til þáttanna koma en hann birtir í kvöld umsögn um nýjasta þáttinn. Hann segir saga þáttanna ekki ná sér, persónusköpun sé mjög fátækleg og samtöl líflaus. „Nú síðast sýndist þetta helst ætla að snúast í einhvers konar smábæjarkómedíu með Pálma Gestssyni fremstum í flokki sem einhvers konar samblandi af mafíósa og Bastían bæjarfógeta,“ skrifar Jón meðal annars um þáttinn. „Hjörturinn dulúðugi virðist laus allra mála eftir tilfinningaþrungna sáttastund með pabbanum, reiða og raunamædda, og Danirnir eru sennilega „bara“ sekir um þátttöku í mansali.“Sjá einnig: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður“ Gagnrýnandinn segir vini og félaga á Facebook hafa tjáð honum að þeim finnist hann ekki sýna þáttaröðinni nægt „umburðarlyndi“ í skrifum sínum um þáttinn. Hann segist þó frekar eiga skilið lof en last fyrir að hafa haldið svona lengi út. „Ég samgleðst vitaskuld öllum sem una sér vel við þetta skemmtiefni, en bið þá í fullri vinsemd um að sýna MÉR umburðarlyndi og skilning,“ skrifar hann. „Og minni að lokum á að útvarpsstjórinn glaðbeitti Magnús Geir Þórðarson hefur talað um þetta sem „stórvirki í íslensku menningarlífi.“ Svo ég tel mig hafa fullan borgaralegan rétt til að vera fúll og velja mér vandaðri afþreyingu.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Blaðamaður Moggans heggur í Ófærð Segir þáttaröðina lykta af áhugamennsku. 12. janúar 2016 14:37 Íslendingar um Ófærð: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður" Um fátt var rætt meira á samfélagsmiðlunum í kvöld en fyrsta þátt Ófærðar, nýjasta sköpunarverks Baltasars Kormáks. 27. desember 2015 21:50 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Ég hef nú lagt á mig að horfa á heila fjóra þætti af þessu torfi,“ skrifar Jón Viðar Jónsson, einn þekktasti leiklistargagnrýnandi landsins, á Facebook-síðu sína í kvöld um sjónvarpsþættina Ófærð. „Ef þessi þyngslagangur með öllum sínum undarlegu útúrdúrum (nú síðast snjóflóði framkölluðu af hálfæru gamalmenni) væri búinn til af einhverri annarri þjóð, en minni eigin ástkæru, hefði ég hætt eftir annan þátt.“ Ófærð er dýrasta sjónvarpsþáttaröð Íslandssögunnar og skartar einvalaliði íslenskra leikara sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Þættirnir hafa verið sýndir á RÚV undanfarnar fjórar vikur og vakið umtal, en skiptar skoðanir eru um þá.Sjá einnig: Blaðamaður Moggans heggur í Ófærð Jón Viðar fellur bersýnilega í hóp þeirra sem þykir ekki mikið til þáttanna koma en hann birtir í kvöld umsögn um nýjasta þáttinn. Hann segir saga þáttanna ekki ná sér, persónusköpun sé mjög fátækleg og samtöl líflaus. „Nú síðast sýndist þetta helst ætla að snúast í einhvers konar smábæjarkómedíu með Pálma Gestssyni fremstum í flokki sem einhvers konar samblandi af mafíósa og Bastían bæjarfógeta,“ skrifar Jón meðal annars um þáttinn. „Hjörturinn dulúðugi virðist laus allra mála eftir tilfinningaþrungna sáttastund með pabbanum, reiða og raunamædda, og Danirnir eru sennilega „bara“ sekir um þátttöku í mansali.“Sjá einnig: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður“ Gagnrýnandinn segir vini og félaga á Facebook hafa tjáð honum að þeim finnist hann ekki sýna þáttaröðinni nægt „umburðarlyndi“ í skrifum sínum um þáttinn. Hann segist þó frekar eiga skilið lof en last fyrir að hafa haldið svona lengi út. „Ég samgleðst vitaskuld öllum sem una sér vel við þetta skemmtiefni, en bið þá í fullri vinsemd um að sýna MÉR umburðarlyndi og skilning,“ skrifar hann. „Og minni að lokum á að útvarpsstjórinn glaðbeitti Magnús Geir Þórðarson hefur talað um þetta sem „stórvirki í íslensku menningarlífi.“ Svo ég tel mig hafa fullan borgaralegan rétt til að vera fúll og velja mér vandaðri afþreyingu.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Blaðamaður Moggans heggur í Ófærð Segir þáttaröðina lykta af áhugamennsku. 12. janúar 2016 14:37 Íslendingar um Ófærð: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður" Um fátt var rætt meira á samfélagsmiðlunum í kvöld en fyrsta þátt Ófærðar, nýjasta sköpunarverks Baltasars Kormáks. 27. desember 2015 21:50 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Íslendingar um Ófærð: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður" Um fátt var rætt meira á samfélagsmiðlunum í kvöld en fyrsta þátt Ófærðar, nýjasta sköpunarverks Baltasars Kormáks. 27. desember 2015 21:50