Innlent

Jón Gnarr veitti styrki til forvarnarverkefna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Gnarr veitti styrki úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar í dag.
Jón Gnarr veitti styrki úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar í dag.
Jón Gnarr borgarstjóri úthlutaði níu styrkjum úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar í dag. Heildarupphæð styrkja nemur um 6.750 þúsund krónum að þessu sinni.

Styrkirnir renna meðal annars til verkefnanna Góðverkadagurinn, Hafnarkortið og vinafjölskyldur í Austurbæjarskóla. Í dag var veitt úr sjóðnum í sjöunda sinn. Borgarstjóri sagði við afhendingu styrkjanna að verkefnin sem hlotið hefðu styrki úr sjóðnum hefðu verið jafn ólík og þau hefðu verið mörg. Þau hefðu verið „allskonar" og skemmtileg - hvert á sinn hátt. En mest um vert væri að þau væru byggð á hugmyndum borgarbúa og sprottin upp af væntumþykju þeirra í garð borgarsamfélagsins í gegnum tíðina.

Forvarna- og framfarasjóðurinn var stofnaður árið 2007. Frá þeim tíma hafa 67 verkefni hlotið styrk úr sjóðnum auk þess sem úthlutað hefur verið úr honum til sérstakra átaksverkefna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×