SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 09:15

Uber tekur sjálfkeyrandi bíla úr umferđ eftir óhapp

FRÉTTIR

Jón Dađi og félagar töpuđu á móti einu af neđstu liđunum

 
Fótbolti
19:04 01. MARS 2016
Jón Dađi Böđvarsson.
Jón Dađi Böđvarsson. VÍSIR/GETTY

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson og félagar í þýska b-deildarliðinu Kaiserslautern töpuðu óvænt á heimavelli í kvöld á móti liði 1860 München.

1860 München er eitt af neðstu liðum deildarinnar en Kai Bülow tryggði gestunum sigurinn með því að skora eina mark leiksins strax á 18. mínútu.

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Kaiserslautern eins og að undanförnu en þetta var fimmti leikur hans með þýska liðinu. Jón Daði kom til Kaiserslautern-liðsins um áramótin.

Stigasöfnunin í þessum fimm fyrstu leikjum Jóns Daða með Kaiserslautern hefur verið af skornum skammti en Kaiserslautern hefur aðeins náði í fimm stig af fimmtán mögulegum í þessum fimm leikjum sem Jón Daði hefur spilað.

Jón Daði hefur enn ekki náð að skora fyrir liðið og Kaiserslautern hefur ekki skorað mark í síðustu tveimur leikjum sínum sem hafa báðir tapast.

Það bendir því fátt til þess að Kaiserslautern nái að vinna sér sæti í þýsku A-deildinni í vor.


Jón Dađi Böđvarsson og félagar gátu ekki leynt vonbrigđum sínum í leikslok.
Jón Dađi Böđvarsson og félagar gátu ekki leynt vonbrigđum sínum í leikslok. VÍSIR/GETTY


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Jón Dađi og félagar töpuđu á móti einu af neđstu liđunum
Fara efst