Innlent

Jón Atli tekur við rektorsembætti á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Atli Benediktsson var kjörinn rektor Háskóla Íslands í vor.
Jón Atli Benediktsson var kjörinn rektor Háskóla Íslands í vor. Vísir/Valli
Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, mun formlega taka við embætti rektors Háskóla Íslands af Kristínu Ingólfsdóttur, prófessor í lyfjafræði, við athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands á morgun.

Athöfnin hefst klukkan 14. Eftir að Ebba Þóra Hvannberg, prófessor í tölvunarfræði og varaforseti háskólaráðs, hefur sett athöfnina mun Kristín Ingólfsdóttir, fráfarandi rektor, flytja kveðjuávarp og svo afhenda eftirmanni sínum, Jóni Atla, tákn rektorsembættisins.

Jón Atli mun einnig flytja ávarp, auk þess að tónlistarflutningur verður við athöfnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×