Innlent

Jón Ásgeir og Lárus ákærðir vegna Aurum

Sérstakur saksóknari gaf í gær út ákæru á hendur fjórum mönnum vegna svokallaðs Aurum Holdings-máls. Á meðal ákærðra eru athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

DV.is greindi fyrst frá því í gærkvöldi að ákæran hefði verið gefin út. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var ákæran send Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og höfðu ákærðu eða verjendur þeirra ekki fengið hana í hendur í gærkvöldi. Fréttablaðið hefur ekki fengið staðfest hverjir eru ákærðir ásamt Jóni Ásgeiri og Lárusi.

Slitastjórn Glitnis stefndi sex manns árið 2010 vegna Aurum-málsins og krafðist sex milljarða í skaðabætur. Hinir stefndu voru Jón Ásgeir, Lárus, Pálmi Haraldsson og þrír starfsmenn Glitnis: Guðný Sigurðardóttir, Magnús Arnar Arngrímsson og Rósant Már Torfason.

Málið snýst um kaup Glitnis á skartgripakeðjunni Aurum af Pálma ásex milljarða króna í maí 2008. Slitastjórnin heldur fram að greitt hafi verið margfalt yfirverð fyrir keðjuna og að sinn milljarðurinn hvor hafi runnið til Pálma og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem þá átti stóran hlut í Glitni og tölvupóstsamskipti sýna að hlutaðist til um viðskiptin.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×