LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ NÝJAST 16:48

Ţrettán ára fór holu í höggi á Hamarsvelli

SPORT

Jón Arnór međ sex stig í öruggum sigri

 
Körfubolti
21:15 31. JANÚAR 2016
Jón Arnór í leik međ íslenska landsliđinu síđasta sumar.
Jón Arnór í leik međ íslenska landsliđinu síđasta sumar. VÍSIR/VALLI

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Valencia unnu átjánda leikinn í röð í ACB-deildinni í körfubolta á Spáni í dag en Valencia er með fjögurra stiga forskot á Barcelona á toppi deildarinnar.

Valencia sem vann frækinn sigur á Barcelona í framlengingu í síðustu umferð átti í engum vandræðum gegn Bilbao í dag en Valencia var með 16 stiga forskot að fyrsta leikhluta loknum.

Var leikurinn í raun búinn í hálfleik en ótrúlegur varnarleikur Valencia gerði það að verkum að Valencia leiddi í hálfleik 43-18.

Var sigurinn í raun aldrei í hættu í seinni hálfleik og lauk leiknum með 36 stiga sigri Valencia.

Jón Arnór lék í rúmlega 24 mínútur, flestar mínútur allra leikmanna í Valencia og skilaði sex stigum og einni stoðsendingu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Jón Arnór međ sex stig í öruggum sigri
Fara efst