Körfubolti

Jón Arnór með 12 stig þegar Valencia komst aftur á sigurbraut

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Arnór í leik gegn Ítalíu á EM í körfubolta síðasta sumar.
Jón Arnór í leik gegn Ítalíu á EM í körfubolta síðasta sumar. vísir/getty
Jón Arnór Stefánsson og félagar í spænska körfuboltaliðinu Valencia komust á sigurbraut þegar þeir unnu 12 stiga sigur, 79-91, á Obradoiro CAB, á útivelli í dag.

Jón Arnór átti fínan leik fyrir Valencia og skoraði 12 stig á rúmum 18 mínútum.

Íslenski landsliðsmaðurinn hitti úr þremur af fjórum skotum inni í teig og einu af fimm fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá nýtti hann þrjú af fjórum vítaskotum sínum.

Leikmenn Valencia byrjuðu leikinn af krafti og leiddu með átta stigum, 12-20, eftir 1. leikhluta. Og það forskot létu þeir ekki af hendi og unnu að lokum 12 stiga sigur, 79-91.

Valencia er í 2. sæti spænsku deildarinnar en liðið hefur unnið 22 af 25 leikjum sínum á tímabilinu, einum minna en topplið Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×