Erlent

Jólatré og gjafir með bílalest og hlaupandi jólasveinar

Heimir Már Pétursson skrifar
Rússnesk bílalest með jólagjafir og jólatré kom til austuhluta Úkraínu sem er á valdi uppreisnarmanna í dag, en ferðin hefur yfir sér áróðurslegan blæ. Þá hlupu hundruð jólasveina í Moskvu í dag til styrktar heimilislausra barna.

Flutningabílalest fór yfir landamæri frá Rússlandi yfir til austurhluta Úkraínu í morgun, sem er meira og minna hertekin af aðskilnaðarsinnu. Rússar og aðskilnaðarsinnar segja að í bílunum séu eingöngu jólatré og jólagjafir.

Jólatrjánum verði dreift á barnaheimili samkæmt fyrirmælum frá stjórn aðskilnaðarsinna á svæðinu og gjafirnar færðar börnum á svæðinu.

Talsmaður stjórnar aðskilnaðarsinna sagði námsmenn og fleiri hafa komð til að hjálpa til við að losa bílana en þar var einnig áberandi hópur vopnaðra aðskilnaðarsinna. Eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu voru einnig á staðnum.

Ekki fylgir sögunni hvort stjórnvöld í Kænugarði hafi gefið leyfi til þess að bílalestin færi yfir landamærin enda virða aðskilnaðrsinnar og stjórnvöld í Moskvu þau yfirleitt að vettugi. Leiðtoga stjórnar uppreisnarmanna mætti á svæðið í herklæðum og var í mun að undirstrika innræti Rússa, en aðskilnaðarsinnar eru flestir af rússnesku bergi brotnir.

Þá hlupu hundruð manna í jólasveinabúningum í Moskvu í dag til að safna fé fyrir athvörf munaðarlausra barna í borginni en þau eru fjölmörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×