Lífið

Jólaprófatörnin er að byrja: Bjarni Ben svaf yfir sig og tók vitlaust próf

Andri Ólafsson skrifar
Jólaprófatörnin er að hefjast í framhalds- og háskólum landsins með tilheyrandi glósum, andvökunóttum og skrifkrampa. Margir kunna einfaldlega ekki að taka próf eða þjást af prófkvíða sem hamlar þá í próftöku.

Ísland í dag fór því á stúfana og fékk að heyra hvernig framhaldsskólanemendur upplifa prófatörnina og hvernig þeim finnst best að undirbúa sig fyrir próf. Við spjöllum einnig við náms- og starfsráðgjafa sem gefa góð ráð um hvernig á að undirbúa sig fyrir próf og hvernig sé best að bægja frá neikvæðum hugsunum þegar í prófið er komið.

Þá hittum við einnig stjórnmálafólkið Bjarna Benediktsson og Katrínu Jakobsdóttur sem deila meðal annars eftirminnilegum prófreynslum með áhorfendum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×