Innlent

Jólabjórinn lendir 15. nóvember

BBI skrifar
Mynd/Getty
Það munu eflaust margir gera sér ferð í Vínbúðir þann 15. nóvember því þá verður jólabjórinn settur í sölu. Fram kemur á vef átvr.is að margir séu farnir að bíða eftir jólabjórnum og mikið hafi verið spurt um hann uppá síðkastið.

Á síðasta ári seldust ríflega 500 þúsund lítrar af jólabjór í Vínbúðunum. Söluhæstur í lítrum talið var Tuborg Christmas, en hann var fáanlegur í þrenns konar umbúðum. Alls seldust um 145.300 lítrar af honum.

Jólabjór Víking í 500 ml dós var hins vegar mest selda eintakið, en af honum seldust 59.700 lítrar. Skamt á eftir honum kom Kaldi á 330 ml flöskum, en af honum seldust 59.200 lítrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×