Lífið

Jóhanna Ruth vann Ísland Got Talent

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Jóhanna kom, sá og sigraði enda með eindæmum hæfileikarík.
Jóhanna kom, sá og sigraði enda með eindæmum hæfileikarík. Vísir
Jóhanna Ruth bar sigur úr býtum í Ísland Got Talent í kvöld. Hún fær að launum Íslandsfrægð og tíu milljónir króna. Hin hæfileikaríka Jóhanna, sem er 14 ára gömul, grét af gleði þegar úrslitin voru ljós.

Í öðru sæti voru Símon og Halla og í þriðja sæti var krúttsprengjan Sindri sem syngur alltaf beint frá hjartanu.

Áður en tilkynnt var um efstu þrjú sætin spurði kynnirinn Emmsjé Gauti dómarana hvernig þeim liði og spennan var áþreifanleg. „Ég er bara með hjartslátt af stressi,“ sagði Marta María.

Jóhanna Ruth flutti lagið Simply The Best með Tinu Turner í úrslitum og tryggði flutningurinn henni sigur.

Í undanúrslitum flutt Jóhanna Ruth lagið Hero með Bonnie Tyler og flaug áfram í úrslit.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×